Boðið á námskeið 7. maí 2009 07:30 Leiklist Ólafur Darri Ólafsson er meðal þeirra sem leiðbeina á opnum námskeiðum Þjóðleikhússins fyrir atvinnulausa. Þjóðleikhúsið hefur frá upphafi hrunsins sýnt markverða viðleitni til að sinna þeim sem misst hafa atvinnu. Leikhúsið bauð atvinnulausum snemma upp á sérstök kjör á miðum og nú bætir það um betur með opnum námskeiðum fyrir atvinnulausa: dagana 12.-13. maí næstkomandi. Leikarar Þjóðleikhússins munu leiða tvö stutt námskeið sem hafa það helst að markmiði að gleðja sálina, efla jákvætt hugarfar og næra andann. Námskeið þessi hafa þegar verið kynnt hjá Vinnumálastofnun og félagasamtökum og er næsta fullt á þau bæði. Meðal leiðbeinenda á námskeiðunum verða leikararnir Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur Egill Egilsson. Á fyrra námskeiðinu, Njóttu sýningarinnar – leikhúslæsi, sem haldið verður þriðjudaginn 12. maí, kl. 13-16, er leikhúsformið kynnt lag fyrir lag fyrir þátttakendum. Þeir fá einstaka innsýn í vinnuaðferðir leikhúslistafólks og læra aðferðir sem skerpa sýn á það sem fyrir augu ber á leiksýningum. Innifalin er kynnisferð um leikhúsið baksviðs. Í boði verður einnig leikhúsferð á Hart í bak hinn 15. maí og umræður að lokinni sýningu. Síðara námskeiðið verður miðvikudaginn 13. maí, kl. 13-16, og endar á leikhúsferð föstudagskvöldið 15. maí. Þar verður stofnað til vinnusmiðju með landsþekktum leikurum, þar sem áherslan er á að efla kjark og jákvæðni í gegnum skemmtilegar leiklistaræfingar. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og henta fólki á öllum aldri. Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin en áhugasömum er bent á að hafa samband við Vigdísi Jakobsdóttur, forstöðumann fræðsludeildar Þjóðleikhússins, vigdis@leikhusid.is, s. 585 1200. - pbb Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Þjóðleikhúsið hefur frá upphafi hrunsins sýnt markverða viðleitni til að sinna þeim sem misst hafa atvinnu. Leikhúsið bauð atvinnulausum snemma upp á sérstök kjör á miðum og nú bætir það um betur með opnum námskeiðum fyrir atvinnulausa: dagana 12.-13. maí næstkomandi. Leikarar Þjóðleikhússins munu leiða tvö stutt námskeið sem hafa það helst að markmiði að gleðja sálina, efla jákvætt hugarfar og næra andann. Námskeið þessi hafa þegar verið kynnt hjá Vinnumálastofnun og félagasamtökum og er næsta fullt á þau bæði. Meðal leiðbeinenda á námskeiðunum verða leikararnir Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur Egill Egilsson. Á fyrra námskeiðinu, Njóttu sýningarinnar – leikhúslæsi, sem haldið verður þriðjudaginn 12. maí, kl. 13-16, er leikhúsformið kynnt lag fyrir lag fyrir þátttakendum. Þeir fá einstaka innsýn í vinnuaðferðir leikhúslistafólks og læra aðferðir sem skerpa sýn á það sem fyrir augu ber á leiksýningum. Innifalin er kynnisferð um leikhúsið baksviðs. Í boði verður einnig leikhúsferð á Hart í bak hinn 15. maí og umræður að lokinni sýningu. Síðara námskeiðið verður miðvikudaginn 13. maí, kl. 13-16, og endar á leikhúsferð föstudagskvöldið 15. maí. Þar verður stofnað til vinnusmiðju með landsþekktum leikurum, þar sem áherslan er á að efla kjark og jákvæðni í gegnum skemmtilegar leiklistaræfingar. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og henta fólki á öllum aldri. Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin en áhugasömum er bent á að hafa samband við Vigdísi Jakobsdóttur, forstöðumann fræðsludeildar Þjóðleikhússins, vigdis@leikhusid.is, s. 585 1200. - pbb
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira