Lífið

Borgfirðingaball á Nasa

Ballið verður haldið á Nasa við Austurvöll.
Ballið verður haldið á Nasa við Austurvöll.

Föstudagskvöldið næstkomandi á NASA við Austurvöll ætla brottfluttir, aðfluttir og ófluttir BORGFIRÐINGAR að koma saman og skemmta sér.

Það er partýhaldarinn Andrés Pétur Rúnarsson sem skipuleggur ballið. Í tilkynningu frá honum segir að húsið opni klukkan 23:00 og formleg dagskrá hefjist á miðnætti. En hún samanstendur m.a. af endurkomu hljómsveitanna CHAPLIN sem gerði garðinn frægan fyrir um þaðb il 30 árum síðan og hefur ekki komið saman í upprunalegri mynd í tæp 25 ár. Að sögn þeirra félaga hafa þeir skemmt sér vel á æfingum undanfarið.

Þá kemur hljómsveitin DRAUMALANDIÐ saman en þeir hafa ekki spilað saman í 12 ár, en hafa að sögn engu gleymt.

Síðast en ekki síst ætlar hljómsveitin FESTIVAL að spila en þeir eru starfandi ballhljómsveit í dag. Þá mun DJ. Stjáni spila tónlist fyrir alla aldurshópa.

Þessi fagnaður er fyrir alla sem náð hafa 20 ára aldri og má búast við breiðum aldurshópi þar sem heyrst hefur að margir hópar séu að koma saman á undan m.a. árgangur ´59, árgangur ´70 og svo frv.

Áhuginn er mikill og hafa aðilar m.a. hópast saman um sætaferðir frá Borgarnesi.

Einnig er hægt að sjá frekari upplýsingar á Facebook undir "Borgfirðingaball"

FORSALA MIÐA HEFST Á MÁNUDAG Í BORGARSPORT Í BORGARNESI, VERSLUNUM BLEND Í KRINGLUNNI OG SMÁRALIND.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.