Geimævintýri með boðskap 7. maí 2009 06:00 spock og kirk Vúlkaninn Spock og James T. Kirk stjórna Enterprise-geimskipinu sem lendir í hinum ýmsu hremmingum. Tæp fimmtíu ár eru liðin síðan Gene Roddenberry fékk hugmyndina að sjónvarpsþáttum sem síðar fengu nafnið Star Trek. Ellefta kvikmyndin í þessari langlífu seríu verður frumsýnd á morgun. Leikstjóri Star Trek XI er J.J. Abrams, maðurinn á bak við Lost, Fringe og Mission: Impossible III, og þykir honum hafa tekist einkar vel upp við að endurskapa þetta fræga geimævintýri. Myndin færir áhorfandann aftur að upphafinu. Sagan fylgir uppvexti James T. Kirk og því þegar hann gengur til liðs við Stjörnuflotann í fyrsta sinn. Þar kynnist hann Vúlkananum Spock og saman taka þeir við Enterprise-geimskipinu og þurfa ásamt góðum hópi fólks að berjast gegn þeirri miklu ógn sem stafar af hinum illa Nero. Star Trek hóf göngu sína sem sjónvarpsþáttaröð hjá NBC árið 1966. Í Star Trek-heiminum hafa jarðarbúar, í kjölfar kjarnorkustríðs og gjöreyðingar á miðri 21. öldinni, þróað tækni þar sem þeir geta ferðast hraðar en ljósið. Geimverur sem kallast Vúlkanar komast þá í kynni við jarðarbúa og í framhaldinu skapa þeir nokkurs konar útópískt samfélag þar sem ofbeldi hefur vikið fyrir þekkingarleit og könnun nýrra heima. Höfundurinn Gene Roddenberry lagði áherslu á að hver sjónvarpsþáttur væri hæfileg blanda af ævintýri og ýmiss konar boðskap. „Með því að skapa nýjan heim með nýjum reglum gat ég komið á framfæri mínum skoðunum á kynlífi, trúarbrögðum, Víetnam, stjórnmálum og vígbúnaðarkapphlaupi. Við vorum að senda út skilaboð og sem betur fer komust þau öll fram hjá nálarauga sjónvarpsstöðvarinnar,“ sagði Roddenberry eitt sinn í viðtali. Auk tíu kvikmynda hafa sex mismunandi sjónvarpsþáttaraðir verið gerðar um Star Trek með hvorki meira né minna en 716 þáttum. Vinsældirnar hafa verið gífurlegar og hefur Star Trek fyrir löngu skipað sér sess sem menningarsögulegt fyrirbæri. Aðdáendum þáttanna hefur stundum verið líkt við sértrúarsöfnuð, enda tala þeir margir hverjir Klingon-tungumálið reiprennandi og eru duglegir við að sækja Star Trek-ráðstefnur víða um heim. Þeir, rétt eins og aðrir kvikmyndaáhugamenn, fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð þegar kemur að nýju myndinni því hún er sögð sú metnaðarfyllsta til þessa, enda sú langdýrasta frá upphafi. Ánægjan með hana er svo mikil að þegar hefur verið hafist handa við þá næstu og ljóst að ný og fersk framhaldssería er að verða að veruleika. Star Trek-ævintýrið er því greinilega hvergi nærri búið og ljóst að Trekkurum á eftir að fjölga stórlega á næstu árum ef svo fer fram sem horfir. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Tæp fimmtíu ár eru liðin síðan Gene Roddenberry fékk hugmyndina að sjónvarpsþáttum sem síðar fengu nafnið Star Trek. Ellefta kvikmyndin í þessari langlífu seríu verður frumsýnd á morgun. Leikstjóri Star Trek XI er J.J. Abrams, maðurinn á bak við Lost, Fringe og Mission: Impossible III, og þykir honum hafa tekist einkar vel upp við að endurskapa þetta fræga geimævintýri. Myndin færir áhorfandann aftur að upphafinu. Sagan fylgir uppvexti James T. Kirk og því þegar hann gengur til liðs við Stjörnuflotann í fyrsta sinn. Þar kynnist hann Vúlkananum Spock og saman taka þeir við Enterprise-geimskipinu og þurfa ásamt góðum hópi fólks að berjast gegn þeirri miklu ógn sem stafar af hinum illa Nero. Star Trek hóf göngu sína sem sjónvarpsþáttaröð hjá NBC árið 1966. Í Star Trek-heiminum hafa jarðarbúar, í kjölfar kjarnorkustríðs og gjöreyðingar á miðri 21. öldinni, þróað tækni þar sem þeir geta ferðast hraðar en ljósið. Geimverur sem kallast Vúlkanar komast þá í kynni við jarðarbúa og í framhaldinu skapa þeir nokkurs konar útópískt samfélag þar sem ofbeldi hefur vikið fyrir þekkingarleit og könnun nýrra heima. Höfundurinn Gene Roddenberry lagði áherslu á að hver sjónvarpsþáttur væri hæfileg blanda af ævintýri og ýmiss konar boðskap. „Með því að skapa nýjan heim með nýjum reglum gat ég komið á framfæri mínum skoðunum á kynlífi, trúarbrögðum, Víetnam, stjórnmálum og vígbúnaðarkapphlaupi. Við vorum að senda út skilaboð og sem betur fer komust þau öll fram hjá nálarauga sjónvarpsstöðvarinnar,“ sagði Roddenberry eitt sinn í viðtali. Auk tíu kvikmynda hafa sex mismunandi sjónvarpsþáttaraðir verið gerðar um Star Trek með hvorki meira né minna en 716 þáttum. Vinsældirnar hafa verið gífurlegar og hefur Star Trek fyrir löngu skipað sér sess sem menningarsögulegt fyrirbæri. Aðdáendum þáttanna hefur stundum verið líkt við sértrúarsöfnuð, enda tala þeir margir hverjir Klingon-tungumálið reiprennandi og eru duglegir við að sækja Star Trek-ráðstefnur víða um heim. Þeir, rétt eins og aðrir kvikmyndaáhugamenn, fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð þegar kemur að nýju myndinni því hún er sögð sú metnaðarfyllsta til þessa, enda sú langdýrasta frá upphafi. Ánægjan með hana er svo mikil að þegar hefur verið hafist handa við þá næstu og ljóst að ný og fersk framhaldssería er að verða að veruleika. Star Trek-ævintýrið er því greinilega hvergi nærri búið og ljóst að Trekkurum á eftir að fjölga stórlega á næstu árum ef svo fer fram sem horfir.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira