Körfubolti

„Erfiðasta ákvörðun sem stjórn í sérsambandi hefur þurft að taka“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birna segir ákvörðun KKÍ eina þá erfiðustu sem stjórn í sérsambandi hér á landi hefur þurft að taka.
Birna segir ákvörðun KKÍ eina þá erfiðustu sem stjórn í sérsambandi hér á landi hefur þurft að taka. Sportið í dag/Skjáskot

Í þættinum af Sportið í dag, sem sýndur var í gær, ræddi Kjartan Atli Kjartansson við Birnu Lárusdóttur, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeild Vestra frá Ísafirði um ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands um að blása tímabilið hér heima af. Birna er einnig í stjórn KKÍ svo hún situr beggja vegna borðsins.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Hefði Vestri farið í úrslitakeppni um sæti í Domino´s deild karla og hefur sú keppni verið óútreiknanleg undanfarin ár.

„Þetta er held ég erfiðasta ákvörðun sem stjórn í sérsambandi hefur þurft að taka,“ sagði Birna um ákvörðun KKÍ að aflýsa tímabilinu og úrslitakeppnum.

„Held að sama hvað leið hefði verið farin þá hefði einhver setið eftir með sárt ennið. Við, hér Vestra megin, skiljum þessa ákvörðun,“ sagði Birna einnig.

Spjall hennar og Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Birna Lárusdóttir frá Vestra um ákvörðun KKÍ

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×