Var í fýlu út í Óla Stef í viku en segir að áritunin eigi vel við í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Bjarki Már Elísson í viðtalinu í dag í búningnum fræga. vísir/s2s Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti