Stanslausar yfirheyrslur í 10 tíma 20. júlí 2005 00:01 Örnu Ösp Magnúsardóttur var haldið ósofinni í stanslausum yfirheyrslum í tíu klukkutíma hjá lögreglunni í Ísrael á sunnudaginn, borin þeim sökum að hylma yfir með hryðjuverkamönnum. Hún vill að utanríkisráðuneytið beiti sér í málinu. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Arna að þegar hún hafi lenti á flugvelinum í Tel Aviv hafi beðið hennar menn frá öryggis- og landamæralögreglunni í Ísrael sem hafi handtekið hana. Í kjölfarið hafi hún verið flutt til yfirheyrslu á þeim forsendum að af henni stafaði ógn. Þar yfirheyrðu hana svo þrír til fimm menn frá öryggissveitum og varnarmálaráðuneytinu í alls tíu klukkutíma. Einn þeirra sagði henni að hann hefði leyfi frá yfirmanni sínum til að gera hvað sem er við hana og hinir höfðu í hótunum. Þá var reynt að fá hana til að játa á sig aðild að hryðjuverkasamtökum og hún sökuð um að hylma yfir með hryðjuverkamönnum. Þegar fimm tímar voru liðnir af yfirheyrslunum gerði Arna mönnunum grein fyrir því að hún hefði verið vakandi í tuttugu og fimm klukkutíma og þá var gert fimm mínútna hlé. Síðan byrjuðu yfirheyrslurnar á ný og stóðu í fimm tíma til viðbótar. Yfirheyrendurnir báðu Örnu um að gefa upp nöfn á vinum sínum og fjölskyldu, sem hún ekki gerði. Við það reiddust þeir mjög og hótuðu að halda henni enn lengur. Þegar hérna var komið sögu var hún svo flutt á lögreglustöðina á flugvellinum þar sem hún var látin dúsa í sex klukkutíma í viðbót. Þar reyndi hún að fá lögfræðing og bað um að fá samband við fjölskyldu sína. Henni var þá sagt að hún hefði engan rétt til eins né neins og svo var henni hent inn í gæsluvarðhaldsmiðstöð, ásamt fjórum öðrum konum. Þar var hún í röska tuttugu tíma, áður en henni var loksins sleppt. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist Arna ekki beinlínis hafa verið hrædd meðan á yfirheyrslunum stóð þar sem hún hafi verið örþreytt eftir alla vökuna. Aðspurð segist hún ekki telja að íslensk stjórnvöld hafi sagt til sín eða að málið tengist mótmælunum á Nordica á nokkurn hátt. Líklegra sé að yfirvöld í Ísrael hafi komist að því að hún hafi starfað fyrir Palestínumenn. Hún ætlar að hafa samband við utanríkisráðuneytið og fara þess á leit að það beiti sér í málinu. Ekki náðist í utanríkisráðherra eða aðstoðarmann hans í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Örnu Ösp Magnúsardóttur var haldið ósofinni í stanslausum yfirheyrslum í tíu klukkutíma hjá lögreglunni í Ísrael á sunnudaginn, borin þeim sökum að hylma yfir með hryðjuverkamönnum. Hún vill að utanríkisráðuneytið beiti sér í málinu. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Arna að þegar hún hafi lenti á flugvelinum í Tel Aviv hafi beðið hennar menn frá öryggis- og landamæralögreglunni í Ísrael sem hafi handtekið hana. Í kjölfarið hafi hún verið flutt til yfirheyrslu á þeim forsendum að af henni stafaði ógn. Þar yfirheyrðu hana svo þrír til fimm menn frá öryggissveitum og varnarmálaráðuneytinu í alls tíu klukkutíma. Einn þeirra sagði henni að hann hefði leyfi frá yfirmanni sínum til að gera hvað sem er við hana og hinir höfðu í hótunum. Þá var reynt að fá hana til að játa á sig aðild að hryðjuverkasamtökum og hún sökuð um að hylma yfir með hryðjuverkamönnum. Þegar fimm tímar voru liðnir af yfirheyrslunum gerði Arna mönnunum grein fyrir því að hún hefði verið vakandi í tuttugu og fimm klukkutíma og þá var gert fimm mínútna hlé. Síðan byrjuðu yfirheyrslurnar á ný og stóðu í fimm tíma til viðbótar. Yfirheyrendurnir báðu Örnu um að gefa upp nöfn á vinum sínum og fjölskyldu, sem hún ekki gerði. Við það reiddust þeir mjög og hótuðu að halda henni enn lengur. Þegar hérna var komið sögu var hún svo flutt á lögreglustöðina á flugvellinum þar sem hún var látin dúsa í sex klukkutíma í viðbót. Þar reyndi hún að fá lögfræðing og bað um að fá samband við fjölskyldu sína. Henni var þá sagt að hún hefði engan rétt til eins né neins og svo var henni hent inn í gæsluvarðhaldsmiðstöð, ásamt fjórum öðrum konum. Þar var hún í röska tuttugu tíma, áður en henni var loksins sleppt. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist Arna ekki beinlínis hafa verið hrædd meðan á yfirheyrslunum stóð þar sem hún hafi verið örþreytt eftir alla vökuna. Aðspurð segist hún ekki telja að íslensk stjórnvöld hafi sagt til sín eða að málið tengist mótmælunum á Nordica á nokkurn hátt. Líklegra sé að yfirvöld í Ísrael hafi komist að því að hún hafi starfað fyrir Palestínumenn. Hún ætlar að hafa samband við utanríkisráðuneytið og fara þess á leit að það beiti sér í málinu. Ekki náðist í utanríkisráðherra eða aðstoðarmann hans í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira