Innlent

Kennarar í Landakoti ósáttir

"Umbjóðendur mínir segjast hafa fengið loforð um það á fundi 13. júní síðastliðinn að leitað yrði allra leiða til að finna skólastjóra sem allir gætu sætt sig við," segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hóps ósáttra kennara í Landakotsskóla. "Síðan frétta þeir það í fjölmiðlum að Fríða Regína Höskuldsdóttir hafi verið ráðin. Ekkert samráð var haft við kennarana um ráðninguna. Ég hefði búist við meira samráði við þá í ljósi deilnanna," segir Einar. "Stjórn skólans ber að ráða skólastjóra og það liggur fyrir að kennararnir töldu engan umsækjanda hlutlausan. Ég tel að við höfum ráðið hæfasta umsækjandann," segir Björg Thorarensen, formaður stjórnar skólans, um ráðninguna. Hún segist líta á Fríðu sem hlutlausan skólastjóra sem ekki hafi haft neina aðkomu að deilunum innan skólans eða starfsemi skólans að öðru leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×