Íslenskir jeppar í friðargæslu 20. júlí 2005 00:01 Íslenskir fjallajeppar verða notaðir við friðargæslu í Afganistan. Bandaríkjamenn vilja að íslenskir friðargæsluliðar og kollegar þeirra taki við störfum í Suður-Afganistan þar sem talíbanar eru skæðir og drepi menn, þurfi þess. Íslensku friðargæsluliðarnir eiga að ferðast um norður- og vesturhluta Afganistans í bílunum frá september nk. Starf þeirra á að felast í því að kanna aðstæður í þorpum og bæjum og gera tillögur að úrbótum í samstarfi við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök. Þetta eru ósköp venjulegir fjallajeppar, ekki ólíkir þeim sem íslenskar björgunarsveitir nota við störf sín. Einhverjum kynni að þykja það bera vott um barnaskap að telja fjallajeppa nægja við störf í Afganistan þar sem talíbanar láta til sín taka í sífellt meiri mæli og mannfall hefur verið töluvert undanfarið. En íslensku sveitirnar verða að störfum í norðvesturhluta landsins þar sem einnig eru norskar, finnskar, litháískar, lettneskar og danskar sveitir að störfum. Ástandið þar er sagt stöðugt og hættan talin lítil, enda er höfuðvígi talíbana einkum í suðri, nærri landamærunum að Pakistan. Engu að síður þykir rétt að léttbrynverja bílana og segir Arnór Sigurjónsson hjá íslensku friðargæslunni að kevlar-plötur verði settar í hurðir og gólf bílanna. Það er svipað og gert var við bíla sem friðargæsluliðarnir í Kabúl voru á. Bandaríkjamenn þrýsta á að ISAF-sveitirnar, alþjóðlega friðargæsluliðið, taki við starfi bandarískra sveita í suðurhluta Afganistans þar sem hættan er margfalt meiri en annars staðar. NATO hefur ekki tekið vel í það og deilt er hart um hvort að það skref sé skynsamlegt, ekki síst með hliðsjón af því að Bandaríkjamenn vilja að sveitirnar í suðrinu sýni meiri hörku - elti til dæmis upp grunsamlega og hættulega menn og drepi ef þurfa þykir. ISAF-sveitunum er aftur á móti sagt að snúa við og aka greitt í hina áttina, sé eitthvað dularfullt á kreiki. Engar líkur eru á að niðurstaða fáist í viðræður um þessa verkaskiptingu á næstunni og því ólíklegt að íslensku friðargæsluliðarnir lendi í fanginu á talíbönum að öllu óbreyttu. Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Íslenskir fjallajeppar verða notaðir við friðargæslu í Afganistan. Bandaríkjamenn vilja að íslenskir friðargæsluliðar og kollegar þeirra taki við störfum í Suður-Afganistan þar sem talíbanar eru skæðir og drepi menn, þurfi þess. Íslensku friðargæsluliðarnir eiga að ferðast um norður- og vesturhluta Afganistans í bílunum frá september nk. Starf þeirra á að felast í því að kanna aðstæður í þorpum og bæjum og gera tillögur að úrbótum í samstarfi við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök. Þetta eru ósköp venjulegir fjallajeppar, ekki ólíkir þeim sem íslenskar björgunarsveitir nota við störf sín. Einhverjum kynni að þykja það bera vott um barnaskap að telja fjallajeppa nægja við störf í Afganistan þar sem talíbanar láta til sín taka í sífellt meiri mæli og mannfall hefur verið töluvert undanfarið. En íslensku sveitirnar verða að störfum í norðvesturhluta landsins þar sem einnig eru norskar, finnskar, litháískar, lettneskar og danskar sveitir að störfum. Ástandið þar er sagt stöðugt og hættan talin lítil, enda er höfuðvígi talíbana einkum í suðri, nærri landamærunum að Pakistan. Engu að síður þykir rétt að léttbrynverja bílana og segir Arnór Sigurjónsson hjá íslensku friðargæslunni að kevlar-plötur verði settar í hurðir og gólf bílanna. Það er svipað og gert var við bíla sem friðargæsluliðarnir í Kabúl voru á. Bandaríkjamenn þrýsta á að ISAF-sveitirnar, alþjóðlega friðargæsluliðið, taki við starfi bandarískra sveita í suðurhluta Afganistans þar sem hættan er margfalt meiri en annars staðar. NATO hefur ekki tekið vel í það og deilt er hart um hvort að það skref sé skynsamlegt, ekki síst með hliðsjón af því að Bandaríkjamenn vilja að sveitirnar í suðrinu sýni meiri hörku - elti til dæmis upp grunsamlega og hættulega menn og drepi ef þurfa þykir. ISAF-sveitunum er aftur á móti sagt að snúa við og aka greitt í hina áttina, sé eitthvað dularfullt á kreiki. Engar líkur eru á að niðurstaða fáist í viðræður um þessa verkaskiptingu á næstunni og því ólíklegt að íslensku friðargæsluliðarnir lendi í fanginu á talíbönum að öllu óbreyttu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira