Meiri áhætta Íbúðalánasjóðs 20. júlí 2005 00:01 Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira