Innlent

TF - EIR aðstoðar skíðamann

Þyrla Gæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Mynd/ Valgarður.
Þyrla Gæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Mynd/ Valgarður.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var kölluð út til að aðstoða mann í gönguskíðahópi sem fékk aðsvif og sjóntruflanir. Hópurinn var staðsettur við Dúfunesfell sem er um sex kílómetrum norðaustur af Hveravöllum. Var ekki talið ráðlegt að bíða með læknisaðstoð. Þyrlan lenti svo við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan átta.

Þetta er annað útkall þyrlunnar í dag en TF-EIR ásamt TF-GNA voru kallaðar út klukkan eitt í dag þegar stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá fiskiskipinu Kristbjörgu HF-177 sem var aflvana við Krísuvíkurbjarg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×