Innlent

Eldur í plasthúsgögnum í Hafnarfirði

Slökkviliðið var kallað að húsi við Austurgötu í Hafnarfirði i gær þegar eldur kviknaði í plasthúsgögnum við skúr sem þar stendur. Að sögn slökkviliðsmanna tók skamma stund að slökkva eldinn. Lítið tjón hlaust af. Lögreglan segir að nóttin hafi verið erilsöm í gær. Tilkynnt hafi verið um nokkrar líkamsárásir í miðborginni en enginn hafi meiðst alvarlega í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×