Samræmd úrræði í greiðsluerfiðleikum 4. apríl 2009 04:45 Samkomulag um samræmd úrræði vegna fasteignaveðlána var undirritað af ráðherrunum Ástu R. Jóhannesdóttur, Gylfa Magnússyni, Guðmundi Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, Jónu Björk Guðnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Hrafni Magnússyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, og Hlyni Jónssyni, formanni skilanefndar SPRON.Fréttblaðið/pjetur Hætt hefur verið við að koma fasteignaveðlánum hjá bönkum og lífeyrissjóðum í skjól hjá Íbúðalánasjóði eins og rætt var um í vetur. Í staðinn er búið að samræma úrræði fyrir einstaklinga og heimili í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána. Nú á að vera tryggt að allir lántakendur fasteignaveðlána njóti sambærilegra úrræða vegna greiðsluerfiðleika og Íbúðalánasjóður veitir. Sex úrræði verða nú virk fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Þetta fólk getur samið um dreifingu á vanskilum í allt að einu og hálfu ári, tekið verður aukið tillit til aðstæðna við rýmingu í kjölfar nauðungarsölu og veittur rýmingarfrestur allt að þremur mánuðum frá söludegi. Með frystingu greiðslna vegna sölutregðu verður komið til móts við þá sem hafa keypt fasteign en ekki getað selt fyrri eign, með skuldbreytingu vanskila verður hægt að bæta vanskilum við höfuðstól eða með því að gefa út nýtt skuldabréf. Þá getur lántakandi fengið frest á greiðslum í allt að eitt ár í senn með möguleika á framlengingu í allt að þremur árum auk þess sem mögulegt verður að lengja lánstíma. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að brýnt sé að taka á vanda heimilanna og telur að þessi samræmdu úrræði séu gott og ábyrgt skref í þá átt. Þetta skref stefni ekki stöðugleika eða afkomu lánastofnana í hættu. „Þótt ég sé almennt ekki hlynntur samráði fyrirtækja get ég ekki annað en verið hlynntur þessu samkomulagi,“ segir hann og telur líklegt að samkeppnisyfirvöld samþykki þetta „óvenjulega skref. Ég get ekki ímyndað mér annað,“ segir hann. Samkomulag um samræmd úrræði var undirritað í gær. Gylfi segir að það nái ekki til myntkörfulána. „Unnið er að hliðstæðu samkomulagi sem tekur á vanda þeirra sem eru með myntkörfulán. Það hefði verið gott að geta undirritað það í dag en ég á von á að það geti orðið á næstu dögum.“ Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að samkomulagið komi ekki í veg fyrir að Íbúðalánasjóður kaupi skuldabréf af bönkum, sparisjóðum eða lífeyrissjóðum ef áhugi er fyrir hendi. Sjóðurinn hafi til að mynda nýlega keypt bréf af Sparisjóður Keflavíkur. Sá möguleiki haldist opinn áfram.ghs@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hætt hefur verið við að koma fasteignaveðlánum hjá bönkum og lífeyrissjóðum í skjól hjá Íbúðalánasjóði eins og rætt var um í vetur. Í staðinn er búið að samræma úrræði fyrir einstaklinga og heimili í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána. Nú á að vera tryggt að allir lántakendur fasteignaveðlána njóti sambærilegra úrræða vegna greiðsluerfiðleika og Íbúðalánasjóður veitir. Sex úrræði verða nú virk fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Þetta fólk getur samið um dreifingu á vanskilum í allt að einu og hálfu ári, tekið verður aukið tillit til aðstæðna við rýmingu í kjölfar nauðungarsölu og veittur rýmingarfrestur allt að þremur mánuðum frá söludegi. Með frystingu greiðslna vegna sölutregðu verður komið til móts við þá sem hafa keypt fasteign en ekki getað selt fyrri eign, með skuldbreytingu vanskila verður hægt að bæta vanskilum við höfuðstól eða með því að gefa út nýtt skuldabréf. Þá getur lántakandi fengið frest á greiðslum í allt að eitt ár í senn með möguleika á framlengingu í allt að þremur árum auk þess sem mögulegt verður að lengja lánstíma. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að brýnt sé að taka á vanda heimilanna og telur að þessi samræmdu úrræði séu gott og ábyrgt skref í þá átt. Þetta skref stefni ekki stöðugleika eða afkomu lánastofnana í hættu. „Þótt ég sé almennt ekki hlynntur samráði fyrirtækja get ég ekki annað en verið hlynntur þessu samkomulagi,“ segir hann og telur líklegt að samkeppnisyfirvöld samþykki þetta „óvenjulega skref. Ég get ekki ímyndað mér annað,“ segir hann. Samkomulag um samræmd úrræði var undirritað í gær. Gylfi segir að það nái ekki til myntkörfulána. „Unnið er að hliðstæðu samkomulagi sem tekur á vanda þeirra sem eru með myntkörfulán. Það hefði verið gott að geta undirritað það í dag en ég á von á að það geti orðið á næstu dögum.“ Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að samkomulagið komi ekki í veg fyrir að Íbúðalánasjóður kaupi skuldabréf af bönkum, sparisjóðum eða lífeyrissjóðum ef áhugi er fyrir hendi. Sjóðurinn hafi til að mynda nýlega keypt bréf af Sparisjóður Keflavíkur. Sá möguleiki haldist opinn áfram.ghs@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira