Innlent

Össuri líst vel á nýjan framkvæmdastjóra NATO

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össuri líst býsna vel á Rasmussen hjá NATO. Hér er Össur staddur með Angelu Merkel kanzlara Þýskalands og eiginmanni hennar og Sarkozy forseta Frakklands. Mynd/ AFP.
Össuri líst býsna vel á Rasmussen hjá NATO. Hér er Össur staddur með Angelu Merkel kanzlara Þýskalands og eiginmanni hennar og Sarkozy forseta Frakklands. Mynd/ AFP.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill koma til Íslands. Þetta sagði hann í samtali við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en þeir eru báðir staddir á leiðtogafundi NATO í Strassborg. Össur segir að Obama verði boðið formlega í heimsókn.

Anders Fogh Rasmussen var skipaður nýr framkvæmdastjóri NATO í dag. „Mér líst býsna vel á hann," segir Össur. Hann segist hafa dáðst að Rasmussen í gærkvöldi þegar tekist var á um val á framkvæmdastjóranum. Tyrkir hafa gagnrýnt Rasmussen fyrir það hvernig hann tók á málum varðandi teikningar af Múhameð spámanni í Danmörku. Össur segir að Rasmussen hafi talað mjög beitt um málið í ræðu sem hann hélt í gær.

Össur segir að vel hafi tekist til við að sætta sjónarmið þeirra sem voru á leiðtogafundinum varðandi val á framkvæmdastjóra. Margir hafi komið þar að en Barack Obama hafi ekki átt sístan þátt í því.

Rasmussen er fyrsti Norðurlandabúinn til þess að gegna framkvæmdastjórastöðu hjá NATO.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×