Innlent

Funduðu án foreldra fórnarlambsins

Faðirinn segir einkennilegt að hafa ekki verið boðið á fund um einelti gegn eigin syni.Fréttablaðið/valli
Faðirinn segir einkennilegt að hafa ekki verið boðið á fund um einelti gegn eigin syni.Fréttablaðið/valli

Skólastjóri Hamraskóla í Grafarvogi fundaði í gær með foreldrum bekkjarsystkina drengs sem orðið hefur fyrir alvarlegu einelti í skólanum frá áramótum. Á fundinum var einnig yfirkennari skólans og fulltrúi menntasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum drengsins var hins vegar ekki boðið á fundinn.

Faðir drengsins, sem ekki vill láta nafns síns getið sonar síns vegna, segir að sér þyki afar undarlegt að hafa ekki fengið að sitja fundinn. Hann hafi rætt við fulltrúa menntasviðs, sem var á fundinum, og hann hafi tekið í sama streng.

Faðirinn hefur rætt við foreldra sem sátu fundinn og segir að þar hafi fleiri stigið fram og sagt frá því að tiltekinn drengur í bekknum, sá sem einkum hefur ráðist gegn syni hans, hafi beitt börn þeirra ítrekuðu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Kröfur hafi heyrst á fundinum um að honum verði vikið úr skólanum.

Faðirinn segir ljóst að sonur sinn muni ekki snúa aftur í skólann eftir páska nema mikið breytist. Drengurinn hefur ekki mætt í skólann síðustu tvo daga. Hann hefur verið kýldur níu sinnum síðan hann kom í skólann um áramót, og einnig stunginn til blóðs með blýanti.

Eftir að fréttin um drenginn birtist í gær hafa fleiri foreldar barna í Hamraskóla haft samband með áþekkar sögur af sínum börnum.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×