Listrænn Kári fagnar sextugu með ljósmyndasýningu 4. apríl 2009 09:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira