Listrænn Kári fagnar sextugu með ljósmyndasýningu 4. apríl 2009 09:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira