Listrænn Kári fagnar sextugu með ljósmyndasýningu 4. apríl 2009 09:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, stendur á tímamótum á mánudaginn en þá verður hann sextugur. Í stað þess að bjóða til hefðbundinnar afmælisveislu með hnallþórum, afmælissöngvum og ræðuhöldum ætlar Kári í tilefni dagsins að opna ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins á sunnudaginn. Það er við hæfi enda höfuðstöðvar Decode í næsta nágrenni. Sýningin verður síðan opin almenningin mánudag til miðvikudags. Myndefnið er fjaran, sem Kári segir í sýningarskrá að sé flestum hulin ráðgáta og fáir hafi gefið nokkurn gaum. „Á því eru þó undantekningar og er Kristján Davíðsson sú merkilegasta í mínum augum. Hann hefur málað sjóinn í fjöruborðinu og fjöruborðið í áratugi og af slíkri íþrótt að fæstir átta sig á því hvaðan myndefnið er, bara að myndin sé snilld," skrifar Kári í formála sýningarskránnar. Myndirnar eru æði glæsilegar og eru prentaðar í bestu mögulegu gæðum þannig að gestir og gangandi geti örugglega notið þeirra til fullnustu. Í sýningarskránni eru einnig ljóð eftir Kára og því er óhætt að segja að forstjórinn sýni á sér nýjar hliðar sem flestum voru huldar. „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en það er kannski síðustu þrjú til fjögur ár þar sem þetta hefur orðið að stóráhugamáli hjá mér," segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Kári notast við venjulega stafræna myndavél frá Canon enda segir hann að linsurnar skipti öllu máli. Og hann á gott safn af þeim. „Á meðan aðrir kaupa sér dýra skó þá kaupi ég mér linsur, mönnum skyldi því ekkert bregða að sjá mig berfættan niðri í bæ á röltinu með myndavél og flotta linsu," segir Kári og hlær. Kári segist hafa farið í sérstakar ferðir niður í fjöru til þess að taka myndirnar og hann reynir að koma auga á það sem fer framhjá fólki þegar það röltir um fjöruna niður við sjó. „Maður tekur ekki eftir sumum hlutum fyrr en maður fer að horfa á þá af einhverri alvöru. Maður missir yfirleitt af þessum munstrum og litum sem leynast í fjöruborðinu. Ég er ekki að taka myndir af því sem allir sjá heldur af því sem fer framhjá fólki." Og myndir Kára eru ekki unnar í Photoshop-myndvinnsluforritinu heldur eru þær „hráar af skepnunni," eins og Kári orðar það sjálfur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira