Innlent

Meintir fíkniefnasalar handteknir

Þrír karlar voru handteknir í íbúð í Háaleitishverfi síðdegis í gær.

Í íbúðinni og utan við hana fannst allnokkuð af kannabisefnum og var hluti þess í söluumbúðum samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×