Innlent

Bótaskylda dæmd vegna umferðarslyss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Strætó bs. og Tryggingamiðstöðin hafa verið dæmd bótaskyld vegna tjóns sem piltur varð fyrir þegar Strætó ók á hann í Lækjargötunni í apríl 2006. Pilturinn var að dimmitera með skólafélögum sínum úr Iðnskólanum í Hafnarfirði þegar slysið varð. Pilturinn hlaut andlitsáverka og tennur brotnuðu í honum.

Vagnstjórinn bar fyrir rétti að hann myndi eftir þessu atviki. Pilturinn hafi gengið út á götuna eins og hann hafi ætlað að faðma vagninn. Þessi rök féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki á og þótti sýnt fram á að vagnstjórinn hafi í umrætt sinn sýnt af sér gáleysi sem Strætó bæri ábyrgð á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×