Innlent

Tveir bílar urðu alelda í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið var kallað út vegna elds í bílum við Trönuhraun. Mynd/ Anton.
Slökkviliðið var kallað út vegna elds í bílum við Trönuhraun. Mynd/ Anton.
Tveir bílar sem stóðu í porti við Trönuhraun 5 í Hafnarfirði urðu alelda í kvöld. Slökkviliðið telur líklegt að kveikt hafi verið í þeim. Tilkynning um eldinn barst laust eftir klukkan átta. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er slökkvistarfi lokið. Ekki liggur fyrir af hvaða gerð bílarnir voru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×