Innlent

Gæslan leitaði tveggja báta í morgun

Mynd/Daníel Rúnarsson
Landhelgisgæslan hóf í morgun leit að tveimur bátum sem hurfu úr skjálfvirku tilkynningaskyldunni svokölluðu. Annar báturinn var staðsettur fyrir norðan land en hinn fyrir austan. Leitin fyrir norðan bar árangur skömmu fyrir klukkan tíu þegar sjófarandi kom auga á bátinn sem leitað var að. Sigldi hann að bátnum og bað hann um að hafa samband við Landhelgisgæsluna.

Ekki bar eftirgrennslan strax árangur fyrir austan og var björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hafbjörg á Neskaupstað kallað út rétt fyrir tíu vegna bátsins sem datt út úr skjálfvirku tilkynningaskyldunni klukkan 09:52 austur af Norðfjarðarhorni. Útkallið var afturkalla tæpum hálftíma síðar þegar báturinn hafði sjálfur samband við Landhelgisgæsluna og sagði allt í lagi um borð. Var skipstjóri áminntur um að hlusta alltaf á rás 16 og láta Landhelgisgæsluna vita ef hann sigldi mjög nærri landi eða á staði þar sem sjálfvirk tilkynningaskylda væri óstöðug.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×