Slökkviliðsmenn á Akureyri svekktir og sárir vegna leiðaraskrifa Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2015 12:00 Björn Þorláksson er ekki hátt skrifaður meðal slökkviliðsmanna fyrir norðan. Þorvaldur Helgi Auðunsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, hefur lagt inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis sem hann telur sig verða fyrir frá öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar. Meintir gerendur í eineltismálinu eru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræðingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður. Vísir hefur fjallað um málið og Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, vikulegs fréttarits sem á einkum að höfða til Norðlendinga, tekur málið upp í leiðaraskrifum. Björn hins vegar gerir það með þeim hætti að Slökkviliðið á Akureyri hefur séð sig knúið til að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna skrifanna. Pistillinn heitir „Rugl slökkviliðsins“. Það er Anton Berg Carrasco, trúnaðarmaður Akureyrardeildar LSS, sem skrifar undir yfirlýsinguna. Þar segir meðal annars:Undarlegar aðdróttanir „Aðdróttunum þess efnis að sálfræðinga hafi þurft til að halda Slökkviliðinu starfhæfu undanfarin ár er alfarið hafnað. Það er af og frá að starfsmenn liðsins hafi látið afmörkuð, en þó alvarleg, samskiptavandamál einstakra starfsmanna hafa áhrif á þjónustu liðsins gagnvart skjólstæðingum þess – enda hafa hvergi komið fram ávirðingar um að slíkt hafi átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu. Í raun er býsna margt sem slökkviliðsmenn á Akureyri telja ekki standast skoðun í skrifum Björns: „Vangaveltur leiðarhöfundar um að einhæfni og verkefnaskortur valdi ástandinu á Slökkviliði Akureyrar standast vart skoðun, enda staðreyndin sú að verkefnum liðsins hefur fjölgað verulega undanfarin ár meðan mönnun þess hefur staðið í stað og jafnvel minnkað á ákveðnum tímum sólarhringsins.“ Og þá furðar Anton Berg Carrasco sig á staðhæfingum Björns um að skýringar hins „hins meinta ástands megi mögulega rekja til kynjalegs fábreytileika hljóma prýðilega – en teljast þó vart raunverulegar skýringar. Sé litið til sambærilegra vinnustaða, t.d. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og annarra atvinnuslökkviliða landsins, hefur hlutfall kvenna þar verið mun lægra en hjá SA til fjölda ára. Leiðarahöfundi til upplýsingar þá fer ekki fregnum af viðlíka ástandi á þeim vinnustöðum og borið er á starfsemi SA, með réttu eða röngu.“Forviða Hvanndalsbróðir Þarna er Anton að vísa til þess þar sem segir í umræddum leiðara: „Maður veltir fyrir sér hvort ein ástæða þess að svona vandi kemur upp aftur og aftur er að það sé of lítið við að vera hjá hverri vakt á sama tíma og of mikið testosteron og of mikil einhæfni stríði gegn málefnalegum lausnum. Flestir eru sammála um að vinnustaðir sem skortir kynjalegan fjölbreytileika séu að jafnaði síður líklegir til að skapa gott andrúmsloft og góðan starfsmóral en aðrir. Ekki hefur gengið vel að auka veg kvenna innan liðsins. Þetta er karlavinnustaður.“ Innlegg frá Valur Freyr Hvanndal. Víst er að slökkviliðsmönnum á Akureyri sárna skrif Björns og einn þeirra sem tjáir sig um málið er Valur Freyr Hvanndal, tónlistar- og slökkviliðsmaður. Hann skrifar langa færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann segir: „Vel má vera að þannig líti Björn á okkur, sem testosterone karla sem ekkert hafa að gera í vinnunni nema nota uppsafnaða testosterone orku sína í að skapa endalaus illyndi innbyrðis. Síður en svo vil ég horfa á okkur strákana og stelpurnar (því hér starfa konur líka, þótt fáar séu) sem vandræða gemlinga sem hafa ekkert að gera í þessu starfi nema að kasta sprengjum af því að okkur leiðist svo mikið í vinnunni. Hjá Slökkviliði Akureyrar starfa miklir fagmenn sem koma bæjarbúum og fólki um land allt til aðstoðar þegar neyðin er stærst og leggja líf sitt undir.“ Margir taka undir með Vali Frey og furða sig á skrifunum.Yfirlýsingin í heild sinni:Af málefnum Slökkviliðs Akureyrar og leiðaraskrifum Akureyrar VikublaðsSem trúnaðarmanni starfsmanna Slökkviliðs Akureyrar er undirrituðum ófært annað en að bregðast við leiðara Björns Þorlákssonar, ritsjóra Akureyar Vikublaðs, rituðum þann 12. febrúar 2015.Reyndar hefur það vafist ögn fyrir undirrituðum hvort það sé yfir höfuð fyrirhafnarinnar virði að bregðast við umræddum skrifum, enda rithefð leiðara sú að þeir lýsa skoðunum, oft á tíðum misvel ígrunduðum, um málefni líðandi stundar. Þá tekur leiðarinn skýrt fram að vangaveltur hans megi vel kalla óábyrgar á þeim tímapunkti sem þær eru lagðar fram. Einnig skal það haft í huga að eðli leiðara er að kalla fram viðbrögð þess er að er beint.Að því leyti má óumdeilanlega hrósa Birni, enda hvötum leiðarans fullnægt.Í leiðara Björns er staðhæft að „tugir milljóna hafi farið í sálfræðikostnað til að halda Slökkviliðinu á Akureyri starfhæfu undanfarin ár“.Óumdeilt er að sálfræðingar hafa komið að samskiptavandamálum innan liðsins – sem því miður hafa fyrirfundist þar eins og víða annarsstaðar á vinnumarkaðnum. Varðandi upphæðina getur undirritaður lítið tjáð sig, enda nokkuð grunlaus í þeim efnum.Aðdróttunum þess efnis að sálfræðinga hafi þurft til að halda Slökkviliðinu starfhæfu undanfarin ár er alfarið hafnað. Það er af og frá að starfsmenn liðsins hafi látið afmörkuð, en þó alvarleg, samskiptavandamál einstakra starfsmanna hafa áhrif á þjónustu liðsins gagnvart skjólstæðingum þess – enda hafa hvergi komið fram ávirðingar um að slíkt hafi átt sér stað.Leiðarinn fer mikinn varðandi „enn eitt eineltismálið“. Varðandi það skal vísað til orðfæris RÚV, sem fyrst flutti fréttir af málinu, en þar kemur fram að slökkviliðsstjóri hafi tilkynnt einelti af hálfu annarra starfsmanna Akureyrarbæjar.Það að leiðarahöfundur setji allann starfsmannahóp Slökkviliðs Akureyrar undir fallöxi fjórða valdsins vegna tilkynningar slökkviliðsstjóra hlýtur að teljast illa ígrunduð og fljótfærnisleg ályktun byggð á takmarkaðri vitneskju – enda varðar umrædd tilkynning hvorki einelti né innbyrðis samskiptvandamál milli starfsmanna slökkviliðsins.Vangaveltur leiðarhöfundar um að einhæfni og verkefnaskortur valdi ástandinu á Slökkviliði Akureyrar standast vart skoðun, enda staðreyndin sú að verkefnum liðsins hefur fjölgað verulega undanfarin ár meðan mönnun þess hefur staðið í stað og jafnvel minnkað á ákveðnum tímum sólarhringsins.Staðhæfingar leiðarahöfundar um að skýringar hins meinta ástands megi mögulega rekja til kynjalegs fábreytileika hljóma prýðilega – en teljast þó vart raunverulegar skýringar. Sé litið til sambærilegra vinnustaða, t.d. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og annarra atvinnuslökkviliða landsins, hefur hlutfall kvenna þar verið mun lægra en hjá SA til fjölda ára. Leiðarahöfundi til upplýsingar þá fer ekki fregnum af viðlíka ástandi á þeim vinnustöðum og borið er á starfsemi SA, með réttu eða röngu.Til frekari útlistunar getur undirritaður fullyrt, án þess að rjúfa nokkurn trúnað, að hvergi í ætlaðri tugmilljónakróna vinnu sálfræðinga hefur þess verið getið að ætluð einhæfni starfsins, verkefnaskortur eða kynjalegur fábreytileiki hafi valdið þeim afmörkuðu, en alvarlegu, samskiptavandamálum sem upp hafa komið hjá SA undanfarin ár.Leiðari Björns getur þess réttilega að deilurnar, meintar eða raunverulegar, hafa skaðað trúverðugleika liðsins og starfsmanna þess.Uppruni þess skaða er margþættur og verður ekki rakinn hér í smáatriðum.Grundvallarspurningin er kannski sú, hvort eðlilegt sé að fjölmiðlar og almenningur fari jafn mikinn og raun ber vitni þegar starfsmaður nýtir lögbundinn rétt sinn til að láta kanna eðli og réttmæti samskipta í sinn garð áður en niðurstaða liggur fyrir í málinu?Einnig mættu fjölmiðlamenn og almenningur að velta upp þeirri spurningu hvort ekki væri réttmætast að dæma starfsmenn SA af störfum sínum og framlagi gagnvart skjólstæðingum frekar en að eyrnamerkja fjöldan fyrir sakir fárra.Anton Berg Carrasco, trúnaðarmaður Akureyrardeildar LSS Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Þorvaldur Helgi Auðunsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, hefur lagt inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis sem hann telur sig verða fyrir frá öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar. Meintir gerendur í eineltismálinu eru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræðingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður. Vísir hefur fjallað um málið og Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, vikulegs fréttarits sem á einkum að höfða til Norðlendinga, tekur málið upp í leiðaraskrifum. Björn hins vegar gerir það með þeim hætti að Slökkviliðið á Akureyri hefur séð sig knúið til að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna skrifanna. Pistillinn heitir „Rugl slökkviliðsins“. Það er Anton Berg Carrasco, trúnaðarmaður Akureyrardeildar LSS, sem skrifar undir yfirlýsinguna. Þar segir meðal annars:Undarlegar aðdróttanir „Aðdróttunum þess efnis að sálfræðinga hafi þurft til að halda Slökkviliðinu starfhæfu undanfarin ár er alfarið hafnað. Það er af og frá að starfsmenn liðsins hafi látið afmörkuð, en þó alvarleg, samskiptavandamál einstakra starfsmanna hafa áhrif á þjónustu liðsins gagnvart skjólstæðingum þess – enda hafa hvergi komið fram ávirðingar um að slíkt hafi átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu. Í raun er býsna margt sem slökkviliðsmenn á Akureyri telja ekki standast skoðun í skrifum Björns: „Vangaveltur leiðarhöfundar um að einhæfni og verkefnaskortur valdi ástandinu á Slökkviliði Akureyrar standast vart skoðun, enda staðreyndin sú að verkefnum liðsins hefur fjölgað verulega undanfarin ár meðan mönnun þess hefur staðið í stað og jafnvel minnkað á ákveðnum tímum sólarhringsins.“ Og þá furðar Anton Berg Carrasco sig á staðhæfingum Björns um að skýringar hins „hins meinta ástands megi mögulega rekja til kynjalegs fábreytileika hljóma prýðilega – en teljast þó vart raunverulegar skýringar. Sé litið til sambærilegra vinnustaða, t.d. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og annarra atvinnuslökkviliða landsins, hefur hlutfall kvenna þar verið mun lægra en hjá SA til fjölda ára. Leiðarahöfundi til upplýsingar þá fer ekki fregnum af viðlíka ástandi á þeim vinnustöðum og borið er á starfsemi SA, með réttu eða röngu.“Forviða Hvanndalsbróðir Þarna er Anton að vísa til þess þar sem segir í umræddum leiðara: „Maður veltir fyrir sér hvort ein ástæða þess að svona vandi kemur upp aftur og aftur er að það sé of lítið við að vera hjá hverri vakt á sama tíma og of mikið testosteron og of mikil einhæfni stríði gegn málefnalegum lausnum. Flestir eru sammála um að vinnustaðir sem skortir kynjalegan fjölbreytileika séu að jafnaði síður líklegir til að skapa gott andrúmsloft og góðan starfsmóral en aðrir. Ekki hefur gengið vel að auka veg kvenna innan liðsins. Þetta er karlavinnustaður.“ Innlegg frá Valur Freyr Hvanndal. Víst er að slökkviliðsmönnum á Akureyri sárna skrif Björns og einn þeirra sem tjáir sig um málið er Valur Freyr Hvanndal, tónlistar- og slökkviliðsmaður. Hann skrifar langa færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann segir: „Vel má vera að þannig líti Björn á okkur, sem testosterone karla sem ekkert hafa að gera í vinnunni nema nota uppsafnaða testosterone orku sína í að skapa endalaus illyndi innbyrðis. Síður en svo vil ég horfa á okkur strákana og stelpurnar (því hér starfa konur líka, þótt fáar séu) sem vandræða gemlinga sem hafa ekkert að gera í þessu starfi nema að kasta sprengjum af því að okkur leiðist svo mikið í vinnunni. Hjá Slökkviliði Akureyrar starfa miklir fagmenn sem koma bæjarbúum og fólki um land allt til aðstoðar þegar neyðin er stærst og leggja líf sitt undir.“ Margir taka undir með Vali Frey og furða sig á skrifunum.Yfirlýsingin í heild sinni:Af málefnum Slökkviliðs Akureyrar og leiðaraskrifum Akureyrar VikublaðsSem trúnaðarmanni starfsmanna Slökkviliðs Akureyrar er undirrituðum ófært annað en að bregðast við leiðara Björns Þorlákssonar, ritsjóra Akureyar Vikublaðs, rituðum þann 12. febrúar 2015.Reyndar hefur það vafist ögn fyrir undirrituðum hvort það sé yfir höfuð fyrirhafnarinnar virði að bregðast við umræddum skrifum, enda rithefð leiðara sú að þeir lýsa skoðunum, oft á tíðum misvel ígrunduðum, um málefni líðandi stundar. Þá tekur leiðarinn skýrt fram að vangaveltur hans megi vel kalla óábyrgar á þeim tímapunkti sem þær eru lagðar fram. Einnig skal það haft í huga að eðli leiðara er að kalla fram viðbrögð þess er að er beint.Að því leyti má óumdeilanlega hrósa Birni, enda hvötum leiðarans fullnægt.Í leiðara Björns er staðhæft að „tugir milljóna hafi farið í sálfræðikostnað til að halda Slökkviliðinu á Akureyri starfhæfu undanfarin ár“.Óumdeilt er að sálfræðingar hafa komið að samskiptavandamálum innan liðsins – sem því miður hafa fyrirfundist þar eins og víða annarsstaðar á vinnumarkaðnum. Varðandi upphæðina getur undirritaður lítið tjáð sig, enda nokkuð grunlaus í þeim efnum.Aðdróttunum þess efnis að sálfræðinga hafi þurft til að halda Slökkviliðinu starfhæfu undanfarin ár er alfarið hafnað. Það er af og frá að starfsmenn liðsins hafi látið afmörkuð, en þó alvarleg, samskiptavandamál einstakra starfsmanna hafa áhrif á þjónustu liðsins gagnvart skjólstæðingum þess – enda hafa hvergi komið fram ávirðingar um að slíkt hafi átt sér stað.Leiðarinn fer mikinn varðandi „enn eitt eineltismálið“. Varðandi það skal vísað til orðfæris RÚV, sem fyrst flutti fréttir af málinu, en þar kemur fram að slökkviliðsstjóri hafi tilkynnt einelti af hálfu annarra starfsmanna Akureyrarbæjar.Það að leiðarahöfundur setji allann starfsmannahóp Slökkviliðs Akureyrar undir fallöxi fjórða valdsins vegna tilkynningar slökkviliðsstjóra hlýtur að teljast illa ígrunduð og fljótfærnisleg ályktun byggð á takmarkaðri vitneskju – enda varðar umrædd tilkynning hvorki einelti né innbyrðis samskiptvandamál milli starfsmanna slökkviliðsins.Vangaveltur leiðarhöfundar um að einhæfni og verkefnaskortur valdi ástandinu á Slökkviliði Akureyrar standast vart skoðun, enda staðreyndin sú að verkefnum liðsins hefur fjölgað verulega undanfarin ár meðan mönnun þess hefur staðið í stað og jafnvel minnkað á ákveðnum tímum sólarhringsins.Staðhæfingar leiðarahöfundar um að skýringar hins meinta ástands megi mögulega rekja til kynjalegs fábreytileika hljóma prýðilega – en teljast þó vart raunverulegar skýringar. Sé litið til sambærilegra vinnustaða, t.d. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og annarra atvinnuslökkviliða landsins, hefur hlutfall kvenna þar verið mun lægra en hjá SA til fjölda ára. Leiðarahöfundi til upplýsingar þá fer ekki fregnum af viðlíka ástandi á þeim vinnustöðum og borið er á starfsemi SA, með réttu eða röngu.Til frekari útlistunar getur undirritaður fullyrt, án þess að rjúfa nokkurn trúnað, að hvergi í ætlaðri tugmilljónakróna vinnu sálfræðinga hefur þess verið getið að ætluð einhæfni starfsins, verkefnaskortur eða kynjalegur fábreytileiki hafi valdið þeim afmörkuðu, en alvarlegu, samskiptavandamálum sem upp hafa komið hjá SA undanfarin ár.Leiðari Björns getur þess réttilega að deilurnar, meintar eða raunverulegar, hafa skaðað trúverðugleika liðsins og starfsmanna þess.Uppruni þess skaða er margþættur og verður ekki rakinn hér í smáatriðum.Grundvallarspurningin er kannski sú, hvort eðlilegt sé að fjölmiðlar og almenningur fari jafn mikinn og raun ber vitni þegar starfsmaður nýtir lögbundinn rétt sinn til að láta kanna eðli og réttmæti samskipta í sinn garð áður en niðurstaða liggur fyrir í málinu?Einnig mættu fjölmiðlamenn og almenningur að velta upp þeirri spurningu hvort ekki væri réttmætast að dæma starfsmenn SA af störfum sínum og framlagi gagnvart skjólstæðingum frekar en að eyrnamerkja fjöldan fyrir sakir fárra.Anton Berg Carrasco, trúnaðarmaður Akureyrardeildar LSS
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira