Slökkviliðsstjóri sakar yfirmenn um einelti Sveinn Arnarsson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Slökkviliðið á Akureyri sér bæði um brunaútköll og sjúkraflutninga í lofti. Eineltismál hafa ítrekað komið upp innan liðsins en nú beinist eineltiskvörtunin að stjórnendum í Ráðhúsi bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þorvaldur Helgi Auðunsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, hefur lagt inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis sem hann telur sig verða fyrir frá öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar. Meintir gerendur í eineltismálinu eru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræðingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar„Ég get lítið tjáð mig um málið annað en að slökkviliðsstjóri hefur sent inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis. Ég hef samt sem áður ekki fengið formlega kvörtun í hendurnar,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Nú mun þetta mál fara í sama farveg og sambærileg mál sem berast til sveitarfélagsins.“ Málið er litið alvarlegum augum innan bæjarkerfisins og mun nú fara af stað ferli til þess að leysa úr því. Stutt er síðan núverandi slökkviliðsstjóri tók við störfum þar sem fyrrverandi slökkviliðsstjóra var vikið úr starfi vegna eineltismála. Líklegast verður farin önnur leið að því að leysa mál Þorvaldar Helga, þar sem bæði bæjarlögmaður og starfsmannastjóri bæjarins sitja í eineltisteymi Akureyrarkaupstaðar, sem á að taka á málum sem þessum og vinna úr þeim.Sóley Björk Stefánsdóttir Oddviti VGSóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, segir þá stöðu sem upp er komin ekki boðlega og alvarlegt að sumir íbúar finni fyrir óöryggi vegna síendurtekinna eineltismála í slökkviliðinu. „Nú þarf að grípa til aðgerða sem ekki hafa verið notaðar áður. Það er ekki í lagi að eineltismál komi upp í slökkviliðinu svona ítrekað. Ég tel það vera skyldu mína sem bæjarfulltrúa að ganga úr skugga um það að slökkvilið bæjarins sé starfhæft og að íbúar finni ekki fyrir óöryggi. Íbúar verða að sjá að eitthvað verði gert í þessu máli,“ segir Sóley. Logi Már Einarsson er oddviti Samfylkingar í meirihluta Akureyrarbæjar. Logi segir að fundað verði um málið í dag. „Mér þykir ekki ólíklegt að bæjarstjóri kynni málið fyrir okkur. Ég þekki ekki efnislega til málsins og get ekki tjáð mig um það í sjálfu sér,“ segir Logi. „Hins vegar er ljóst að það eru viðvarandi vandamál á sama vinnustaðnum í ár og áratugi og árekstrar milli starfsmanna, þá hljóta menn að þurfa að skoða starfsemina frá grunni.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Þorvaldur Helgi Auðunsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, hefur lagt inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis sem hann telur sig verða fyrir frá öðrum starfsmönnum Akureyrarbæjar. Meintir gerendur í eineltismálinu eru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræðingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar„Ég get lítið tjáð mig um málið annað en að slökkviliðsstjóri hefur sent inn kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis. Ég hef samt sem áður ekki fengið formlega kvörtun í hendurnar,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Nú mun þetta mál fara í sama farveg og sambærileg mál sem berast til sveitarfélagsins.“ Málið er litið alvarlegum augum innan bæjarkerfisins og mun nú fara af stað ferli til þess að leysa úr því. Stutt er síðan núverandi slökkviliðsstjóri tók við störfum þar sem fyrrverandi slökkviliðsstjóra var vikið úr starfi vegna eineltismála. Líklegast verður farin önnur leið að því að leysa mál Þorvaldar Helga, þar sem bæði bæjarlögmaður og starfsmannastjóri bæjarins sitja í eineltisteymi Akureyrarkaupstaðar, sem á að taka á málum sem þessum og vinna úr þeim.Sóley Björk Stefánsdóttir Oddviti VGSóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, segir þá stöðu sem upp er komin ekki boðlega og alvarlegt að sumir íbúar finni fyrir óöryggi vegna síendurtekinna eineltismála í slökkviliðinu. „Nú þarf að grípa til aðgerða sem ekki hafa verið notaðar áður. Það er ekki í lagi að eineltismál komi upp í slökkviliðinu svona ítrekað. Ég tel það vera skyldu mína sem bæjarfulltrúa að ganga úr skugga um það að slökkvilið bæjarins sé starfhæft og að íbúar finni ekki fyrir óöryggi. Íbúar verða að sjá að eitthvað verði gert í þessu máli,“ segir Sóley. Logi Már Einarsson er oddviti Samfylkingar í meirihluta Akureyrarbæjar. Logi segir að fundað verði um málið í dag. „Mér þykir ekki ólíklegt að bæjarstjóri kynni málið fyrir okkur. Ég þekki ekki efnislega til málsins og get ekki tjáð mig um það í sjálfu sér,“ segir Logi. „Hins vegar er ljóst að það eru viðvarandi vandamál á sama vinnustaðnum í ár og áratugi og árekstrar milli starfsmanna, þá hljóta menn að þurfa að skoða starfsemina frá grunni.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira