Facebook-hrekkur vina kveikti ástarbál Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. desember 2013 09:00 Hver veit hvað hefði gerst ef Júlíus hefði ekki gleymt að skrá sig út af Facebook? Fréttablaðið/Villi Þau Júlíus Brynjar Kjartansson og Herdís Sif Rúnarsdóttir höfðu ekki hugmynd um að leiðir þeirra myndu liggja saman fyrir rúmlega ári þegar þau fóru inn á Facebook. Vinir Júlíusar voru í heimsókn hjá honum og ákvað hann að stökkva út í búð til þess að kaupa eitthvað til að bjóða þeim upp á en gleymdi að skrá sig út af Facebook. Vinirnir sáu sér þá leik á borði og ákváðu að hrekkja Júlíus, eins og tíðkast þegar fólk gleymir að skrá sig út af Facebook. „Þeir potuðu í fullt af stelpum og sendu út örugglega hundrað vinabeiðnir. Þetta var rosalegt,“ rifjar Júlíus Brynjar upp. Hann gerði sér grein fyrir hrekknum þegar hann kom heim úr búðinni. „Ég fór á Facebook og sá hvað þeir höfðu gert. Fljótlega sá ég að ein stelpa, sem mér leist alveg hrikalega vel á, var búin að senda mér skilaboð,“ segir Júlíus. Hann greip tækifærið og hóf djúpar samræður á netinu. „Þetta small bara strax og við ákváðum að hittast daginn eftir.“ Júlíus, sem er búsettur á Selfossi, gerði sér ferð til Reykjavíkur til þess að hitta þessa efnilegu stúlku, strax daginn eftir að þau töluðu saman á Facebook í fyrsta sinn. „Ég sótti hana í vinnuna og við tókum góðan rúnt. Við spjölluðum um heima og geima og ég sá strax að við pössuðum rosalega vel saman.“ Parið hefur nú verið saman í heilt ár og býr nánast saman. „Ég leigi íbúð á Selfossi og hún býr hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Við skiptumst á að vera hvort heima hjá öðru. Ég ákvað að skipta um vinnu og fékk mér vinnu í bænum til þess að geta verið nær henni,“ útskýrir Júlíus Brynjar sem heldur að þau muni á endanum flytja saman á Selfoss. Vinir hans eru auðvitað ánægðir með að hafa kveikt þetta ástarbál. „Ég sagði þeim strax um kvöldið sem þeir gerðu mér hrekkinn að við Herdís ætluðum að hittast daginn eftir. Þeir svöruðu bara: „Já, sæll!“ Þeir hafa grínast mikið með þetta en þykir þetta samt alveg frábært mál.“ Júlíus segist ánægður með tengdafjölskylduna og vonar að sú ánægja sé gagnkvæm. Hann hlakkar mikið til jólaboðanna með ástinni sinni. Ástarbálið, sem varð til vegna Facebook-hrekksins, logar glatt. Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Þau Júlíus Brynjar Kjartansson og Herdís Sif Rúnarsdóttir höfðu ekki hugmynd um að leiðir þeirra myndu liggja saman fyrir rúmlega ári þegar þau fóru inn á Facebook. Vinir Júlíusar voru í heimsókn hjá honum og ákvað hann að stökkva út í búð til þess að kaupa eitthvað til að bjóða þeim upp á en gleymdi að skrá sig út af Facebook. Vinirnir sáu sér þá leik á borði og ákváðu að hrekkja Júlíus, eins og tíðkast þegar fólk gleymir að skrá sig út af Facebook. „Þeir potuðu í fullt af stelpum og sendu út örugglega hundrað vinabeiðnir. Þetta var rosalegt,“ rifjar Júlíus Brynjar upp. Hann gerði sér grein fyrir hrekknum þegar hann kom heim úr búðinni. „Ég fór á Facebook og sá hvað þeir höfðu gert. Fljótlega sá ég að ein stelpa, sem mér leist alveg hrikalega vel á, var búin að senda mér skilaboð,“ segir Júlíus. Hann greip tækifærið og hóf djúpar samræður á netinu. „Þetta small bara strax og við ákváðum að hittast daginn eftir.“ Júlíus, sem er búsettur á Selfossi, gerði sér ferð til Reykjavíkur til þess að hitta þessa efnilegu stúlku, strax daginn eftir að þau töluðu saman á Facebook í fyrsta sinn. „Ég sótti hana í vinnuna og við tókum góðan rúnt. Við spjölluðum um heima og geima og ég sá strax að við pössuðum rosalega vel saman.“ Parið hefur nú verið saman í heilt ár og býr nánast saman. „Ég leigi íbúð á Selfossi og hún býr hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Við skiptumst á að vera hvort heima hjá öðru. Ég ákvað að skipta um vinnu og fékk mér vinnu í bænum til þess að geta verið nær henni,“ útskýrir Júlíus Brynjar sem heldur að þau muni á endanum flytja saman á Selfoss. Vinir hans eru auðvitað ánægðir með að hafa kveikt þetta ástarbál. „Ég sagði þeim strax um kvöldið sem þeir gerðu mér hrekkinn að við Herdís ætluðum að hittast daginn eftir. Þeir svöruðu bara: „Já, sæll!“ Þeir hafa grínast mikið með þetta en þykir þetta samt alveg frábært mál.“ Júlíus segist ánægður með tengdafjölskylduna og vonar að sú ánægja sé gagnkvæm. Hann hlakkar mikið til jólaboðanna með ástinni sinni. Ástarbálið, sem varð til vegna Facebook-hrekksins, logar glatt.
Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira