Lífið

Lögin eru hlaðin grimmri fegurð

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hallur Ingólfsson kemur fram á útgáfutónleikum í kvöld, ásamt flottri hljómsveit.
Hallur Ingólfsson kemur fram á útgáfutónleikum í kvöld, ásamt flottri hljómsveit.
„Það tók mig alveg tvö ár að vinna plötuna en þetta eru eingöngu lög eftir mig,“ segir Hallur Ingólfsson sem heldur ásamt hljómsveit sinni útgáfutónleika í kvöld í tilefni útkomu geisladisksins Öræfa.

Á plötunni eru níu ósungin lög eftir Hall Ingólfsson og eru þau í senn dramatísk og hlaðin grimmri fegurð. Sum laganna eiga rætur að rekja til þeirrar tónlistar sem Hallur hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir undanfarin ár.

Á tónleikunum leikur Hallur á gítar og kemur fram með einvala hljóðfæraleikurum, þeim Halldóri Lárussyni trommuleikara, Herði Inga Stefánssyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni píanóleikara.

Tónleikarnir fara fram á Nýja sviði Borgarleikhússins og hefjast klukkan 20.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.