Lífið

Harry Potter með hárlengingar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliffe er kominn með sítt hár, ekki til að tolla í tísku heldur fyrir nýtt hlutverk.

Daniel frumsýndi greiðsluna í þætti Grahams Nortons en síða hárið er fyrir hlutverk í myndinni Frankenstein þar sem hann leikur Igor. Hann hafði hins vegar engan tíma til að safna hári og fékk sér hárlengingar.

"Þetta er hár látinnar manneskju. Ég tel það líklegt eða þá að einhver einstaklingur hafi gefið hárið sitt," sagði Daniel í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.