Tugir bænda vilja fá rafbíla í bæjarhlaðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Nauðsynlegt er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla. vísir/pjetur Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Meira en 20 bændur sem bjóða upp á bændagistingu eru að skoða, í samstarfi við Hey Iceland, sem áður hét Ferðaþjónusta bænda, hvort þeir geti boðið gestum upp á hleðslu fyrir rafbíla. Uppbygging innviða er sögð forsenda fyrir því að rafbílum fjölgi verulega á landinu. Bílaleigur fluttu á síðasta ári inn um 45 prósent allra bíla. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að langt sé í land með að bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti athygli á því í gær að engin hleðslustöð væri við Keflavíkurflugvöll og að það þyrftu að vera slíkar stöðvar um allt land. „Við erum enn þá í þessari grunnvinnu en markmið okkar er skýrt. Við viljum taka þátt í því að þétta netið í kringum landið og veita viðskiptavinum okkar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, þá þjónustu að geta boðið upp á að hlaða bílinn sinn,“ segir Berglind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland. Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey Iceland máli og því sé þátttaka í uppbyggingu hleðslustöðva eðlilegt skref.Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland.„Við vitum að þetta er langhlaup en á innanlandsmarkaði gerast hlutirnir mjög hratt og það er mjög sjálfsagt að taka þátt í að styrkja innviðina um landið,“ bætir Berglind við. Hún býst við að fyrst í stað verði eftirspurnin eftir þessari þjónustu meiri á meðal innlendra ferðamanna heldur en erlendra. „Við erum að taka skrefin smám saman og gerum okkur grein fyrir því að innanlandsmarkaðurinn sé kannski nærtækari að svo stöddu,“ segir Berglind. Að sama skapi sé þá verið að búa til reynslu fyrir seinni tíma. Berglind segir að þeir ríflega tuttugu bændur sem hafi lýst sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni af þessu tagi séu dreifðir um allt land. „Þegar við sendum fyrsta póstinn á okkar félagsmenn þá fengum við jákvæð viðbrögð og það er greinilegt að það eru aðilar sem eru búnir að vera að hugsa um þetta,“ segir hún. „En við erum í þessum undirbúningsfasa og viljum vinna grunnvinnuna vel. Við viljum koma því á framfæri að þetta verður ekki í boði allstaðar þó að það verði kannski í framtíðinni,“ segir hún. Auk þess að vera í samstarfi við viðkomandi bændur er undirbúningurinn að verkefninu unninn í samstarfi við Orkusetrið og Bændasamtökin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í. 16. ágúst 2017 06:00