Primera Air dæmt til að greiða farþegum 400 evrur vegna seinkunar Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2015 23:09 Flugfélagið Primera Air þarf að greiða tveimur farþegum flugferðar frá Tenerife til Keflavíkur í ágúst síðastliðnum, sem seinkaðist verulega, 400 evrur hvorum samkvæmt úrskurði Samgöngustofu. Allar líkur eru á að fleiri farþegum verði dæmdar bætur.Ferð sem átti að taka fimm klukkustundir tók rúman sólarhring Flugferðin sem um ræðir var farin þann 26. ágúst síðastliðinn og vakti þónokkra athygli í fjölmiðlum. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur, sem alla jafna tekur fimm klukkustundir, tók alls rúman sólarhring. Vélinni seinkaði frá Tenerife og millilenti svo á Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem farþegar þurftu að dvelja um nóttina. Farþegarnir 150 sem voru í vélinni fengu tölvupóst í október frá Primera Air þar sem flugfélagið sagðist ekki telja sig þurfa að greiða bætur vegna seinkunarinnar þar sem hún hafi verið vegna ófyrirséðra veðurskilyrða og þannig utan valdsviðs félagsins.Samgöngustofa féllst ekki á það og telur að greiða eigi farþegunum 400 evrur samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og –ráðsins um skaðabætur og aðstoð til flugfarþega.Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Úrskurðurinn er sá eini sem birtur hefur verið á netinu en samkvæmt heimildum Vísis hafa fleiri farþegar sem kvörtuðu til Samgöngustofu fengið svar um að Primera Air beri að greiða þeim sömu bætur. Þá eru fleiri sem hyggjast senda Samgöngustofu erindi vegna þessa úrskurðar.Ekki sýnt fram á að félagið hafi gert allar nauðsynlegar ráðstafanir Í bréfi Primera Air til farþega segir að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk. Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Sem fyrr segir voru farþegar um borð 150 og líklegt verður að teljast að þessi úrskurður Samgöngustofu sé fordæmisgefandi fyrir þá alla. Tengdar fréttir „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Flugfélagið Primera Air þarf að greiða tveimur farþegum flugferðar frá Tenerife til Keflavíkur í ágúst síðastliðnum, sem seinkaðist verulega, 400 evrur hvorum samkvæmt úrskurði Samgöngustofu. Allar líkur eru á að fleiri farþegum verði dæmdar bætur.Ferð sem átti að taka fimm klukkustundir tók rúman sólarhring Flugferðin sem um ræðir var farin þann 26. ágúst síðastliðinn og vakti þónokkra athygli í fjölmiðlum. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur, sem alla jafna tekur fimm klukkustundir, tók alls rúman sólarhring. Vélinni seinkaði frá Tenerife og millilenti svo á Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem farþegar þurftu að dvelja um nóttina. Farþegarnir 150 sem voru í vélinni fengu tölvupóst í október frá Primera Air þar sem flugfélagið sagðist ekki telja sig þurfa að greiða bætur vegna seinkunarinnar þar sem hún hafi verið vegna ófyrirséðra veðurskilyrða og þannig utan valdsviðs félagsins.Samgöngustofa féllst ekki á það og telur að greiða eigi farþegunum 400 evrur samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og –ráðsins um skaðabætur og aðstoð til flugfarþega.Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Úrskurðurinn er sá eini sem birtur hefur verið á netinu en samkvæmt heimildum Vísis hafa fleiri farþegar sem kvörtuðu til Samgöngustofu fengið svar um að Primera Air beri að greiða þeim sömu bætur. Þá eru fleiri sem hyggjast senda Samgöngustofu erindi vegna þessa úrskurðar.Ekki sýnt fram á að félagið hafi gert allar nauðsynlegar ráðstafanir Í bréfi Primera Air til farþega segir að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk. Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Sem fyrr segir voru farþegar um borð 150 og líklegt verður að teljast að þessi úrskurður Samgöngustofu sé fordæmisgefandi fyrir þá alla.
Tengdar fréttir „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51