Opið bréf til menntamálaráðherra Guðmundur Magnússon skrifar 9. október 2013 09:17 Kæri Illugi. Frá því í september hafa mannréttindi verið brotin á heyrnarlausum sem nota táknmál í daglegum samskiptum við annað fólk en þá kláraðist fjárveiting sem ætluð var á þessu ári til túlkaþjónustu í daglegu lífi. Þú hefur tilkynnt að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi til táknmálstúlkunar og vísað til þess að framkvæmdanefnd um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra vinni nú að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Þetta er ekki boðlegt svar og það vitum við báðir. Í maí 2011 skilaði áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli loksins árangri. Þá samþykkti Alþingi einróma ný lög þar sem íslenskt táknmál var skilgreint sem fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Þessi lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Þess má geta að þessi mannréttindi eru einnig skilgreind í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).Ekki háar fjárhæðir Barátta heyrnarlausra fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið í áratugi og ítrekað hefur þurft að láta reyna á réttinn til túlkaþjónustu með kærum og fyrir dómstólum. Það var því mikið framfaraskref þegar samflokksmaður þinn og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók af skarið árið 2004 og tryggði fjármagn í sjóð sem ætlaður var til túlkunar í daglegu lífi. Við þetta tilefni sagði hún m.a. í þingræðu að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Þetta hefur staðið þar til nú að umræddur sjóður er tómur og heyrnarlausir standa skyndilega frammi fyrir því að endurgjaldslaus túlkaþjónusta er ekki lengur í boði í daglegu lífi. Það skal tekið fram að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða.Getum ekki átt samskipti Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur í blaðagrein brugðið upp mynd af þeim vanda sem heyrnarlausir standa frammi fyrir í daglegu lífi þegar endurgjaldslaus túlkaþjónustu er ekki lengur í boði. „Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegu skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starf okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar.“ Kæri Illugi, ég skora á þig að sjá til þess að þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál í samskiptum geti áfram búið við þau mannréttindi að fá endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Brýnt er að nú þegar verði tryggð fjárveiting til túlkaþjónustu það sem eftir lifir árs og einnig treysti ég því að þú sjáir til þess á fjárlögum næstu ára að þessi staða komi ekki upp aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Illugi. Frá því í september hafa mannréttindi verið brotin á heyrnarlausum sem nota táknmál í daglegum samskiptum við annað fólk en þá kláraðist fjárveiting sem ætluð var á þessu ári til túlkaþjónustu í daglegu lífi. Þú hefur tilkynnt að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi til táknmálstúlkunar og vísað til þess að framkvæmdanefnd um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra vinni nú að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Þetta er ekki boðlegt svar og það vitum við báðir. Í maí 2011 skilaði áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli loksins árangri. Þá samþykkti Alþingi einróma ný lög þar sem íslenskt táknmál var skilgreint sem fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Þessi lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Þess má geta að þessi mannréttindi eru einnig skilgreind í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).Ekki háar fjárhæðir Barátta heyrnarlausra fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið í áratugi og ítrekað hefur þurft að láta reyna á réttinn til túlkaþjónustu með kærum og fyrir dómstólum. Það var því mikið framfaraskref þegar samflokksmaður þinn og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók af skarið árið 2004 og tryggði fjármagn í sjóð sem ætlaður var til túlkunar í daglegu lífi. Við þetta tilefni sagði hún m.a. í þingræðu að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Þetta hefur staðið þar til nú að umræddur sjóður er tómur og heyrnarlausir standa skyndilega frammi fyrir því að endurgjaldslaus túlkaþjónusta er ekki lengur í boði í daglegu lífi. Það skal tekið fram að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða.Getum ekki átt samskipti Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur í blaðagrein brugðið upp mynd af þeim vanda sem heyrnarlausir standa frammi fyrir í daglegu lífi þegar endurgjaldslaus túlkaþjónustu er ekki lengur í boði. „Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegu skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starf okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar.“ Kæri Illugi, ég skora á þig að sjá til þess að þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál í samskiptum geti áfram búið við þau mannréttindi að fá endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Brýnt er að nú þegar verði tryggð fjárveiting til túlkaþjónustu það sem eftir lifir árs og einnig treysti ég því að þú sjáir til þess á fjárlögum næstu ára að þessi staða komi ekki upp aftur.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar