Skuldastaðan verði ein sú besta í Evrópu Haraldur Guðmundsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Forsætisráðherra sagði Costco hafa verið í miklu uppáhaldi á hans yngri árum. Það hefði verið mikil upplifun að heimsækja verslanir keðjunnar þar sem kartöfluflögupokar voru "á stærð við sængurver“ og oststykkin í minningunni "á við rúllubagga“. Vísir/Daníel „Við stefnum nú að því að fyrir árið 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu og það er raunhæft markmið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Forsætisráðherra sagði þar enga aðra ríkisstjórn hafa náð viðlíka viðsnúningi, á jafn stuttum tíma, og ríkisstjórn hans. Nefndi hann meðal annars að nýjum störfum hefði fjölgað um fjögur þúsund og kaupmáttur yxi hraðar hér á landi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fyrirheit um aðgerðir í skuldamálum heimilanna hefðu gengið eftir og veiðigjöldum verið breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrirtækjum. „Við sjáum hvaða afleiðingar áframhaldandi gjaldtaka, með þeirri leið sem var notuð á síðasta kjörtímabili, hefði haft í för með sér í því sem gerðist nýlega á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri,“ sagði forsætisráðherra.Hormónasprautað sterakjöt Sigmundur sagði ríkisstjórnina undirbúa mikla sókn í lýðheilsumálum og tengdi þau áform við umræðu um hugsanlega komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands. „Þarna kom upp umræða um hvort bandarískt stórfyrirtæki ætti að fá að gera kröfu um að hinum og þessum lögum yrði breytt. Því var haldið fram að þeir sem hefðu efasemdir um þetta væru afturhaldssinnar eða einangrunarsinnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði reglur EES-samningsins ekki heimila innflutning á bandarísku kjöti. „Um 99 prósent af því kjöti sem er framleitt í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum eru sterakjöt, sprautað með ýmiss konar hormónum til að láta skepnurnar vaxa hraðar í þessum girðingum sem þær eru geymdar í,“ sagði Sigmundur. Hann sagði dýrin fóðruð með korni en ekki grasi. Það leiddi til þess að bakteríumyndun í þeim væri langt umfram það sem eðlilegt er. Við því væri brugðist með því að þvo kjötið upp úr ammoníaki og dæla sýklalyfjum í dýrin til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar bærust á milli þeirra. „Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir? Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma, góða matvöru og byggja upp matvælaiðnaðinn fyrir þjóðina og líka til útflutnings? Eða þeir sem vilja láta allt slíkt fara lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja? Við sjáum til með þessa ágætu verslun, hvort hún kemur. Vonandi gerir hún það og fylgir þá lögum hér og eykur á samkeppnina.“Nýr lágpunktur Forsætisráðherra sagði einnig stjórnmálaumræðuna hér á landi þurfa að breytast. Þróun hennar að undanförnu væri verulegt áhyggjuefni. Hún væri of persónuleg, byggði á níði og snérist um annað en efnisatriðin. „Ég hefði ekki trúað því að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að reynt hefði verið að saka Framsóknarflokkinn um kynþáttahyggju. „Flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar af mestu framförum sem hafa orðið á þeim sviðum. Að menn skuli nýta slík mál til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur.Opinberum störfum fjölgað „Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist fagna því ef jafnmikil umræða yrði um þau störf sem voru flutt af landsbyggðinni eða lögð niður á undanförnum árum og þau störf sem nú væri verið að flytja út á land með flutningi Fiskistofu. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Við stefnum nú að því að fyrir árið 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu og það er raunhæft markmið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Forsætisráðherra sagði þar enga aðra ríkisstjórn hafa náð viðlíka viðsnúningi, á jafn stuttum tíma, og ríkisstjórn hans. Nefndi hann meðal annars að nýjum störfum hefði fjölgað um fjögur þúsund og kaupmáttur yxi hraðar hér á landi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fyrirheit um aðgerðir í skuldamálum heimilanna hefðu gengið eftir og veiðigjöldum verið breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrirtækjum. „Við sjáum hvaða afleiðingar áframhaldandi gjaldtaka, með þeirri leið sem var notuð á síðasta kjörtímabili, hefði haft í för með sér í því sem gerðist nýlega á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri,“ sagði forsætisráðherra.Hormónasprautað sterakjöt Sigmundur sagði ríkisstjórnina undirbúa mikla sókn í lýðheilsumálum og tengdi þau áform við umræðu um hugsanlega komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands. „Þarna kom upp umræða um hvort bandarískt stórfyrirtæki ætti að fá að gera kröfu um að hinum og þessum lögum yrði breytt. Því var haldið fram að þeir sem hefðu efasemdir um þetta væru afturhaldssinnar eða einangrunarsinnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði reglur EES-samningsins ekki heimila innflutning á bandarísku kjöti. „Um 99 prósent af því kjöti sem er framleitt í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum eru sterakjöt, sprautað með ýmiss konar hormónum til að láta skepnurnar vaxa hraðar í þessum girðingum sem þær eru geymdar í,“ sagði Sigmundur. Hann sagði dýrin fóðruð með korni en ekki grasi. Það leiddi til þess að bakteríumyndun í þeim væri langt umfram það sem eðlilegt er. Við því væri brugðist með því að þvo kjötið upp úr ammoníaki og dæla sýklalyfjum í dýrin til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar bærust á milli þeirra. „Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir? Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma, góða matvöru og byggja upp matvælaiðnaðinn fyrir þjóðina og líka til útflutnings? Eða þeir sem vilja láta allt slíkt fara lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja? Við sjáum til með þessa ágætu verslun, hvort hún kemur. Vonandi gerir hún það og fylgir þá lögum hér og eykur á samkeppnina.“Nýr lágpunktur Forsætisráðherra sagði einnig stjórnmálaumræðuna hér á landi þurfa að breytast. Þróun hennar að undanförnu væri verulegt áhyggjuefni. Hún væri of persónuleg, byggði á níði og snérist um annað en efnisatriðin. „Ég hefði ekki trúað því að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að reynt hefði verið að saka Framsóknarflokkinn um kynþáttahyggju. „Flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar af mestu framförum sem hafa orðið á þeim sviðum. Að menn skuli nýta slík mál til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur.Opinberum störfum fjölgað „Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist fagna því ef jafnmikil umræða yrði um þau störf sem voru flutt af landsbyggðinni eða lögð niður á undanförnum árum og þau störf sem nú væri verið að flytja út á land með flutningi Fiskistofu.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira