Skuldastaðan verði ein sú besta í Evrópu Haraldur Guðmundsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Forsætisráðherra sagði Costco hafa verið í miklu uppáhaldi á hans yngri árum. Það hefði verið mikil upplifun að heimsækja verslanir keðjunnar þar sem kartöfluflögupokar voru "á stærð við sængurver“ og oststykkin í minningunni "á við rúllubagga“. Vísir/Daníel „Við stefnum nú að því að fyrir árið 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu og það er raunhæft markmið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Forsætisráðherra sagði þar enga aðra ríkisstjórn hafa náð viðlíka viðsnúningi, á jafn stuttum tíma, og ríkisstjórn hans. Nefndi hann meðal annars að nýjum störfum hefði fjölgað um fjögur þúsund og kaupmáttur yxi hraðar hér á landi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fyrirheit um aðgerðir í skuldamálum heimilanna hefðu gengið eftir og veiðigjöldum verið breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrirtækjum. „Við sjáum hvaða afleiðingar áframhaldandi gjaldtaka, með þeirri leið sem var notuð á síðasta kjörtímabili, hefði haft í för með sér í því sem gerðist nýlega á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri,“ sagði forsætisráðherra.Hormónasprautað sterakjöt Sigmundur sagði ríkisstjórnina undirbúa mikla sókn í lýðheilsumálum og tengdi þau áform við umræðu um hugsanlega komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands. „Þarna kom upp umræða um hvort bandarískt stórfyrirtæki ætti að fá að gera kröfu um að hinum og þessum lögum yrði breytt. Því var haldið fram að þeir sem hefðu efasemdir um þetta væru afturhaldssinnar eða einangrunarsinnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði reglur EES-samningsins ekki heimila innflutning á bandarísku kjöti. „Um 99 prósent af því kjöti sem er framleitt í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum eru sterakjöt, sprautað með ýmiss konar hormónum til að láta skepnurnar vaxa hraðar í þessum girðingum sem þær eru geymdar í,“ sagði Sigmundur. Hann sagði dýrin fóðruð með korni en ekki grasi. Það leiddi til þess að bakteríumyndun í þeim væri langt umfram það sem eðlilegt er. Við því væri brugðist með því að þvo kjötið upp úr ammoníaki og dæla sýklalyfjum í dýrin til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar bærust á milli þeirra. „Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir? Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma, góða matvöru og byggja upp matvælaiðnaðinn fyrir þjóðina og líka til útflutnings? Eða þeir sem vilja láta allt slíkt fara lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja? Við sjáum til með þessa ágætu verslun, hvort hún kemur. Vonandi gerir hún það og fylgir þá lögum hér og eykur á samkeppnina.“Nýr lágpunktur Forsætisráðherra sagði einnig stjórnmálaumræðuna hér á landi þurfa að breytast. Þróun hennar að undanförnu væri verulegt áhyggjuefni. Hún væri of persónuleg, byggði á níði og snérist um annað en efnisatriðin. „Ég hefði ekki trúað því að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að reynt hefði verið að saka Framsóknarflokkinn um kynþáttahyggju. „Flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar af mestu framförum sem hafa orðið á þeim sviðum. Að menn skuli nýta slík mál til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur.Opinberum störfum fjölgað „Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist fagna því ef jafnmikil umræða yrði um þau störf sem voru flutt af landsbyggðinni eða lögð niður á undanförnum árum og þau störf sem nú væri verið að flytja út á land með flutningi Fiskistofu. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
„Við stefnum nú að því að fyrir árið 2020 verði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu og það er raunhæft markmið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í gær. Forsætisráðherra sagði þar enga aðra ríkisstjórn hafa náð viðlíka viðsnúningi, á jafn stuttum tíma, og ríkisstjórn hans. Nefndi hann meðal annars að nýjum störfum hefði fjölgað um fjögur þúsund og kaupmáttur yxi hraðar hér á landi en í nokkru öðru landi Evrópu. Fyrirheit um aðgerðir í skuldamálum heimilanna hefðu gengið eftir og veiðigjöldum verið breytt til að hlífa minni og meðalstórum fyrirtækjum. „Við sjáum hvaða afleiðingar áframhaldandi gjaldtaka, með þeirri leið sem var notuð á síðasta kjörtímabili, hefði haft í för með sér í því sem gerðist nýlega á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri,“ sagði forsætisráðherra.Hormónasprautað sterakjöt Sigmundur sagði ríkisstjórnina undirbúa mikla sókn í lýðheilsumálum og tengdi þau áform við umræðu um hugsanlega komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands. „Þarna kom upp umræða um hvort bandarískt stórfyrirtæki ætti að fá að gera kröfu um að hinum og þessum lögum yrði breytt. Því var haldið fram að þeir sem hefðu efasemdir um þetta væru afturhaldssinnar eða einangrunarsinnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði reglur EES-samningsins ekki heimila innflutning á bandarísku kjöti. „Um 99 prósent af því kjöti sem er framleitt í þessum verksmiðjubúum í Bandaríkjunum eru sterakjöt, sprautað með ýmiss konar hormónum til að láta skepnurnar vaxa hraðar í þessum girðingum sem þær eru geymdar í,“ sagði Sigmundur. Hann sagði dýrin fóðruð með korni en ekki grasi. Það leiddi til þess að bakteríumyndun í þeim væri langt umfram það sem eðlilegt er. Við því væri brugðist með því að þvo kjötið upp úr ammoníaki og dæla sýklalyfjum í dýrin til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar bærust á milli þeirra. „Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir? Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma, góða matvöru og byggja upp matvælaiðnaðinn fyrir þjóðina og líka til útflutnings? Eða þeir sem vilja láta allt slíkt fara lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja? Við sjáum til með þessa ágætu verslun, hvort hún kemur. Vonandi gerir hún það og fylgir þá lögum hér og eykur á samkeppnina.“Nýr lágpunktur Forsætisráðherra sagði einnig stjórnmálaumræðuna hér á landi þurfa að breytast. Þróun hennar að undanförnu væri verulegt áhyggjuefni. Hún væri of persónuleg, byggði á níði og snérist um annað en efnisatriðin. „Ég hefði ekki trúað því að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að reynt hefði verið að saka Framsóknarflokkinn um kynþáttahyggju. „Flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar af mestu framförum sem hafa orðið á þeim sviðum. Að menn skuli nýta slík mál til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur.Opinberum störfum fjölgað „Við munum áfram reyna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni og gera það á þann hátt að við flytjum einhver störf, einhver ný störf verði til á landsbyggðinni, en allt að sjálfsögðu unnið í samráði við þá sem í hlut eiga,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist fagna því ef jafnmikil umræða yrði um þau störf sem voru flutt af landsbyggðinni eða lögð niður á undanförnum árum og þau störf sem nú væri verið að flytja út á land með flutningi Fiskistofu.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira