Innlent

Skipið rekur enn stjórnlaust austur af Langanesi

Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip rekur enn stjórnlaust um tvö hundruð sjómílur austur af Langanesi en aðalvél skipsins bilaði í gær. Skipið, Wilson Tyne, er skráð á Möltu en gert út frá Noregi og var á leið til Grundartanga. Tólf manns eru í áhöfn skipsins og eru þeir ekki taldir í hættu nema veðrið versni til muna. Norskur dráttarbátur er nú á leið á staðinn og er hann væntanlegur að skipinu annað kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×