Lífið

Colbert sætir rannsókn vegna brandara um Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stephen Colbert
Stephen Colbert Vísir/EPA
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, mun rannsaka ummæli þáttarstjórnandans Stephen Colbert í kjölfar brandara sem hann sagði um Donald Trump Bandaríkjaforseta í spjallþætti sínum, Late Show with Sephen Colbert, í vikunni.

Móðgunin sem um ræðir hljómaði nokkurn veginn svona:

„Eina notagildi munns þíns [Trump] er að nota hann sem sprellaslíður Putin.“

Ajit Pai, yfirmaður FCC segir að stofnuninni hafi borist þónokkrar kvartanir um brandara Colbert og margir töldu hann hómófóbískan.

„Við höfum fengið þónokkrar kvartanir,“ sagði Pai í viðtali við útvarpsmanninn Rich Zeoli.

„Við munum fara eftir okkar regluverki, eins og við gerum alltaf. Við munum fara yfir staðreyndir og athuga hvort farið sé eftir lögum.

Sjónvarpsstöðin CBS gæti verið sektuð, ef fjarksiptastofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið ósæmileg.

Sjá einnig: Sér ekki eftir ummælum sínum um Trump

Colbert fór yfir málið í þætti sínum á miðvikudag og þar sagðist hann ekki sjá eftir ummælum sínum. Hann byrjaði þó á því að grínast um að hann væri enn stjórnandi þáttarins.

„Ég hef brandara og hann hefur kjarnorkukóðana.“

Hann sagðist þó mögulega hafa gengið of langt.

Kallað hefur verið eftir því að Colbert verði rekinn eða auglýsendur þáttarins verði sniðgengnir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.