Ástralir neita að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 22:50 Frá Ólympíuþorpinu. Vísir/Getty Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira