Íslenskur karlmaður borinn þungum sökum í nafnlausu bréfi Snærós Sindradóttir skrifar 6. maí 2017 07:00 Lögreglan hefur til rannsóknar nafnlausar bréfasendingar þar sem karlmaður er borinn þungum sökum um kynferðisbrot. Maðurinn hefur kært málið. „Við erum með til skoðunar kæru manns sem telur að sér veist með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Umrætt bréf hefur undanfarið borist inn á lögmannsstofur, fjármálastofnanir og til fjölmiðla. Um er að ræða útprentað blað með mynd af manninum þar sem hann er sagður hafa, á ótilgreindum tíma kvöld eitt, brotið gegn konu sem fór með honum heim eftir skemmtun. Þá kemur fram að bréfsendandi viti að fólki kunni að finnast slíkar nafnlausar ásakanir siðlausar en um slíkt skeyti hann engu. Tilgangurinn sé að vara konur við manninum. Sending bréfsins getur varðað við 236. grein almennra hegningarlaga sem segir að sé ærumeiðandi aðdróttun birt eða borin út opinberlega varði það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, segir að alla jafna séu ærumeiðingamál einkarefsimál sem þýði að viðkomandi beri að stefna geranda í málinu án aðkomu ákæruvalds. Því sé öðruvísi farið í þessu máli. Samkvæmt 242. almennra hegningarlaga breytir öllu að um sé að ræða nafnlaust, skriflegt bréf. Nafnleysið geri málið að opinberu refsimáli þar sem hinu opinbera ber að rannsaka mál og gefa út ákæru ef þykir líklegt til sakfellingar. Engin fordæmi eru fyrir því að dæma til fangelsisvistar fyrir ærumeiðandi aðdróttanir. Í opinberum sakamálum tíðkast að brotaþolar njóti nafnleysis og hægt er að fara fram á lokað þinghald. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Lögreglan hefur til rannsóknar nafnlausar bréfasendingar þar sem karlmaður er borinn þungum sökum um kynferðisbrot. Maðurinn hefur kært málið. „Við erum með til skoðunar kæru manns sem telur að sér veist með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Umrætt bréf hefur undanfarið borist inn á lögmannsstofur, fjármálastofnanir og til fjölmiðla. Um er að ræða útprentað blað með mynd af manninum þar sem hann er sagður hafa, á ótilgreindum tíma kvöld eitt, brotið gegn konu sem fór með honum heim eftir skemmtun. Þá kemur fram að bréfsendandi viti að fólki kunni að finnast slíkar nafnlausar ásakanir siðlausar en um slíkt skeyti hann engu. Tilgangurinn sé að vara konur við manninum. Sending bréfsins getur varðað við 236. grein almennra hegningarlaga sem segir að sé ærumeiðandi aðdróttun birt eða borin út opinberlega varði það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, segir að alla jafna séu ærumeiðingamál einkarefsimál sem þýði að viðkomandi beri að stefna geranda í málinu án aðkomu ákæruvalds. Því sé öðruvísi farið í þessu máli. Samkvæmt 242. almennra hegningarlaga breytir öllu að um sé að ræða nafnlaust, skriflegt bréf. Nafnleysið geri málið að opinberu refsimáli þar sem hinu opinbera ber að rannsaka mál og gefa út ákæru ef þykir líklegt til sakfellingar. Engin fordæmi eru fyrir því að dæma til fangelsisvistar fyrir ærumeiðandi aðdróttanir. Í opinberum sakamálum tíðkast að brotaþolar njóti nafnleysis og hægt er að fara fram á lokað þinghald.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira