Ræktaði kannabis handa sjúkum Norðlendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 10:11 Frá Dalvík en yfirmaður heilsugæslunnar þar greindi frá fyrirætlunum mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi eystra var í lok janúar dæmdur í fangelsi í sex mánuði og gert að greiða 225.000 krónur í sekt fyrir margvísleg fíkniefna- og umferðarlagabrot, svo sem kannabisræktun á sveitabæ á Norðurlandi. Löreglan gerði í tvígang húsleit á heimili hans og fundust í bæði skiptin ætluð fíkniefni, kannabisolía og 58 plöntur. Fyrir dómi sagði maðurinn að ræktunin væri tilraunaverkefni sem væri í fullu samráði við landeiganda, í því skyni að framleiða efni til lækninga. Maðurinn hefur þó enga menntun á sviði lækninga. „Með því að ákærði hugðist að sögn afhenda afurðirnar veiku fólki, verður miðað við að ræktunin hafi verið í dreifingarskyni. Ákærði hefur ekki framvísað leyfi til ræktunarinnar og er raunar vandséð að hann gæti fengið slíkt leyfi," segir í dómnum og bætt er við að maðurinn hafi haft sér það til málsbóta að hann teldi kannabis ekki vera ólöglegt efni á „íslensku yfirráðasvæði" eins og það er orðað. „Eins og áður greinir frá er það fjarstæða."Ráðlagði fólki að skipta út lyfjum fyrir kannabis Maðurinn sagði hann hefði sjö skjólstæðinga, flogaveik börn, á sínum snærum sem fengu hjá honum kannabis í lækningaskyni. Þetta er að einhverju leyti staðfest í bréfi yfirlæknis heilsugæslunnar á Dalvík sem lá fyrir í málinu. Þar segist læknirinn hafa upplýsingar beint frá einum skjólstæðingi og aðstandanda annars um að maðurinn „ráðleggi fólki eindregið að hætta hefðbundnum og gagnreyndum lyfjameðferðum og nota í staðinn kannabis og kannabisolíu ásamt öðrum efnum sem læknirinn kunni ekki deili á.“ „Ræðir læknirinn um ungan alvarlega geðfatlaðan mann í þessu sambandi og annan mann á besta aldri með hrörnunarsjúkdóm. Segir læknirinn að starfsfólk heilbrigðisstofnana geti ekki sætt sig við þetta og að auki séu fórnarlömb slíkra manna gjarnan fólk sem eigi undir högg að sækja vegna skorts á innsæi í eigið ástand eða þroskahömlunar af einhverjum toga,“ segir í dómnum. Manninum var sem fyrr segir gert að sæta fangelsi í sex mánuði og greiða 225.000 krónur í sekt. Fyrri sakaferill mannsins hafði ekki áhrif á refsiákvörðun. Tengdar fréttir Segir kannabisrækt verið eytt með ólögum Jóhannes Bjarmason ræktaði kannabisplöntur til að framleiða úr þeim olíu fyrir krabbameinsjúklinga. Hann sakar lögregluna um skemmdarverk. Lögregla segir starfsemi Jóhannesar einfaldlega ólöglega og því hafi hún verið stöðvuð. 27. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Karlmaður á Norðurlandi eystra var í lok janúar dæmdur í fangelsi í sex mánuði og gert að greiða 225.000 krónur í sekt fyrir margvísleg fíkniefna- og umferðarlagabrot, svo sem kannabisræktun á sveitabæ á Norðurlandi. Löreglan gerði í tvígang húsleit á heimili hans og fundust í bæði skiptin ætluð fíkniefni, kannabisolía og 58 plöntur. Fyrir dómi sagði maðurinn að ræktunin væri tilraunaverkefni sem væri í fullu samráði við landeiganda, í því skyni að framleiða efni til lækninga. Maðurinn hefur þó enga menntun á sviði lækninga. „Með því að ákærði hugðist að sögn afhenda afurðirnar veiku fólki, verður miðað við að ræktunin hafi verið í dreifingarskyni. Ákærði hefur ekki framvísað leyfi til ræktunarinnar og er raunar vandséð að hann gæti fengið slíkt leyfi," segir í dómnum og bætt er við að maðurinn hafi haft sér það til málsbóta að hann teldi kannabis ekki vera ólöglegt efni á „íslensku yfirráðasvæði" eins og það er orðað. „Eins og áður greinir frá er það fjarstæða."Ráðlagði fólki að skipta út lyfjum fyrir kannabis Maðurinn sagði hann hefði sjö skjólstæðinga, flogaveik börn, á sínum snærum sem fengu hjá honum kannabis í lækningaskyni. Þetta er að einhverju leyti staðfest í bréfi yfirlæknis heilsugæslunnar á Dalvík sem lá fyrir í málinu. Þar segist læknirinn hafa upplýsingar beint frá einum skjólstæðingi og aðstandanda annars um að maðurinn „ráðleggi fólki eindregið að hætta hefðbundnum og gagnreyndum lyfjameðferðum og nota í staðinn kannabis og kannabisolíu ásamt öðrum efnum sem læknirinn kunni ekki deili á.“ „Ræðir læknirinn um ungan alvarlega geðfatlaðan mann í þessu sambandi og annan mann á besta aldri með hrörnunarsjúkdóm. Segir læknirinn að starfsfólk heilbrigðisstofnana geti ekki sætt sig við þetta og að auki séu fórnarlömb slíkra manna gjarnan fólk sem eigi undir högg að sækja vegna skorts á innsæi í eigið ástand eða þroskahömlunar af einhverjum toga,“ segir í dómnum. Manninum var sem fyrr segir gert að sæta fangelsi í sex mánuði og greiða 225.000 krónur í sekt. Fyrri sakaferill mannsins hafði ekki áhrif á refsiákvörðun.
Tengdar fréttir Segir kannabisrækt verið eytt með ólögum Jóhannes Bjarmason ræktaði kannabisplöntur til að framleiða úr þeim olíu fyrir krabbameinsjúklinga. Hann sakar lögregluna um skemmdarverk. Lögregla segir starfsemi Jóhannesar einfaldlega ólöglega og því hafi hún verið stöðvuð. 27. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Segir kannabisrækt verið eytt með ólögum Jóhannes Bjarmason ræktaði kannabisplöntur til að framleiða úr þeim olíu fyrir krabbameinsjúklinga. Hann sakar lögregluna um skemmdarverk. Lögregla segir starfsemi Jóhannesar einfaldlega ólöglega og því hafi hún verið stöðvuð. 27. nóvember 2015 07:00