Sport

Sportið í dag í heild sinni: Víðir í heimsókn og farið yfir víðan völl

Sindri Sverrisson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra Sportinu í dag. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var gestur Kjartans Atla Kjartanssonar og Henrys Birgis Gunnarssonar í Sportinu í dag á föstudaginn. Farið var um víðan völl í þættinum sem nú má sjá í heild sinni hér á Vísi.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Auk þess að ræða vel við Víði heyrðu Kjartan og Henry meðal annars í handboltadrottningunni Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, bandarískum íþróttafréttamanni, stjórnarmanni hjá körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri og FIFA-spilurum, auk þess sem Kári Kristján Kristjánsson og sonur hans sendu innslag frá Vestmannaeyjum. Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag - Þátturinn í heild

Tengdar fréttir

Hugur í Þórsurum sem ræða við þjálfara

John Júlíus Cariglia, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri, segir mikinn hug í mönnum fyrir norðan og mikinn áhuga á körfubolta í bænum. Þórsarar eru nú í þjálfaraleit.

Kári rifjaði upp draumakvöld á Lundanum

Kári Kristján Kristjánsson rifjaði meðal annars upp af hverju hann var eitt sinn á kassanum/bumbunni á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum árið 2005, í nýjasta innslaginu úr skúrnum sínum í Sportinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×