Þungarokkarinn með þungu pílurnar sem sér varla á spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2020 10:01 Ryan Searle kastar þungu pílunum sínum. getty/John Walton Englendingurinn Ryan Searle er einn skemmtilegasti keppandinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann mætir Stephen Bunting í öðrum leik dagsins. Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti