Anníe Mist: Síðustu fjórir mánuðir erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er ekki alveg á þeim stað sem hún hélt hún væri fyrir fjórum mánuðum. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir segir í nýjustu stöðuuppfærslu sinni að draumurinn að komast aftur á fullt eftir átta til tíu vikur hafi ekki alveg gengið eftir. „Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
„Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira