Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:54 Guillen hvarf í lok aprílmánaðar af herstöðinni Fort Hood. Lík hennar fannst ekki fyrr en í lok júní. Getty/Rich Fury Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni. Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf. Bandaríkin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf.
Bandaríkin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira