Sport

Guðlaug Edda kemst loks til æfinga í Bandaríkjunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðlaug Edda Hannesdóttir
Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/gudlaugedda.com

Þríþrautakonan Guðlaug Edda Hannesdóttir heldur loks vestanhafs, til Bandaríkjanna, til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar.

Guðlaug Edda tilkynnti um þetta á Instagram reikningi sínum.

Þar kemur fram að hún hafi verið að vinna að því að fá leyfi til þess að komast til Bandaríkjanna undanfarna mánuði en ferðabann milli Íslands og Bandaríkjanna hafi sett stórt strik í reikninginn og raunar sett undirbúning hennar fyrir Ólympíuleikana í uppnám.

Guðlaug Edda þakkar Ólympíu- og Íþróttasambandi Íslands auk Þríþrautasambandi Íslands fyrir að hafa barist fyrir undanþágu svo hún kæmist til Bandaríkjanna þar sem hún mun æfa undir stjórn þjálfara síns og æfingahóp með það að markmiði að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara næsta sumar.

Mun Guðlaug Edda halda utan á næstu dögum og dvelja í Bandaríkjunum næstu 6 mánuði, hið minnsta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.