Sport

Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sarah Fuller vann SEC deildina með skólanum sínum á dögunum.
Sarah Fuller vann SEC deildina með skólanum sínum á dögunum. Instagram/@sarah_f27

Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara.

Knattspyrnukonan Sarah Fuller hefur mætt á æfingu hjá karlaliði Vanderbilt háskólans í amerískum fótbolta og gæti spilað næsta leik liðsins sem yrði stórfrétt í bandarísku háskólaíþróttunum.

Margir úr liði Vanderbilt eru komnir í sóttkví og geta því möguleika ekki spilað með liðinu á móti Missouri skólanum um næstu helgi. Það er því skortur á leikmönnum sem geta sparkað fyrir liðið.

Ef Sarah Fuller spilar leikinn á laugardaginn þá verður hún mögulega fyrsta konan til að spila í einum af fimm stóru deildum bandaríska háskólafótboltans en þær eru kallaðar Power 5.

Sarah Fuller er á síðasta ári í skólanum og spilar sem markvörður hjá fótboltaliði Vanderbilt háskólans. Hún varði 28 bolta í 9 leikjum á síðasta tímabili og liðið vann 8 af 12 leikjum sínum á leiktíðinni.

Sparkarar Vanderbilt liðsins hafa ekki verið alltof sannfærandi á þessu tímabili en Junior Pierson Cooke hefur aðeins skorað úr 3 af 7 vallarmarktilraunum sínum.

Standi Sarah Fuller sig vel þá gæti hún því möguleika eignað sér sparkarastöðuna í liðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.