Erlent

Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar töldu sig hafa lagt hald á 11,5 tonn af ketamíni. Svo reyndist ekki.
Lögregluþjónar töldu sig hafa lagt hald á 11,5 tonn af ketamíni. Svo reyndist ekki. Vísir/ONCB

Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða.

Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar.

„Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin.

Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist.

Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín.

Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum.

. . . 11.5 12 2563 ...

Posted by on Thursday, 12 November 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×