„Ég verð ekki sú síðasta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 07:48 Kamala við ræðupúltið í nótt. Tasos Katopodis/Getty Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07
Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57