Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konum ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir. Instagram/Samsett Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk á dögunum og það er athyglisvert að skoða heildarverðlaunafé besta CrossFit fólks heims á nýloknu tímabili. Kórónuveiran setti mikinn svip á tímabilið og bæði frestanir og aflýsingar sáu til þess að tímabilið endaði ekki fyrr en seint í október. Heimsleikarnir voru líka með allt öðru sniði en bæði fyrri hlutinn og ofurúrslitin heppnuðust vel. Morning Chalk Up tók saman heildarverðlaunafé CrossFit fólksins á árinu. Ísland á þrjá fulltrúa meðal tíu tekjuhæstu karla og kvenna í CrossFit heiminum á árinu 2020. Björgvin Karl Guðmundsson er í tíunda sætinu hjá körlunum og Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konunum á tímabilinu. Björgvin Karl Guðmundsson vann sér inn rúmlega nítján þúsund dali eða 2,7 milljónir íslenskra króna. Katrín Tanja Davíðsdóttir kom sér upp í annað sætið með frábærri frammistöðu á heimsleikunum. Katrín Tanja vann sér alls inn 136 þúsund Bandaríkjadali á tímabilinu eða 19,2 milljónir króna. Allt nema 500 dalir var verðlaunafé Katrínar Tönju á heimsleikunum því það gekk lítið hjá henni framan af tímabilinu þegar hún glímdi við erfið bakmeiðsli. Sara Sigmundsdóttir var lengi í efsta sæti þessa lista en endar í þriðja sætið með verðlaunafé upp á 119 þúsund dali eða 16,8 milljónir króna. Sara hækkaði sig um tvö sætið á listanum frá því árið áður þegar hún varð fimmta. Það gerði Sara þrátt fyrir að fá ekkert verðlaunafé frá heimsleikunum. View this post on Instagram The 2020 CrossFit Games came to a conclusion on Sunday afternoon and with it the tumultuous season that saw the COVID-19 pandemic change the landscape of the sport. It was going to be a banner year for total athlete payouts based on the increase of Sanctional events from 15 during the 2018-2019 season to 28 for this season. However only ten of the Sanctionals went off before the pandemic eventually forced organizers to cancel. Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @pcthecrazyasian ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 30, 2020 at 7:30am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að heimsmeistararnir Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey eru með talsverða yfirburði á listunum. Tia-Clair Toomey vann sér inn 415 þúsund Bandaríkjadali á árinu 2020 eða meira en 58 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Toomey var tekjuhærri en tekjuhæsti karlinn en Mathew Fraser vann sér inn rúmlega 354 þúsund dali eða meira en 50 milljónir íslenskra króna. Björgvin Karl rétt slapp inn á topp tíu listann en hann fékk aðeins 20 dollurum meira en Jonne Koski sem endaði í ellefta sætinu. Björgvin komst upp í tíunda sætið af því að hann fékk verðlaunaféð fyrir að vinna fyrsta hlutann á The Open eftir að Lefteris Theofanidis féll á lyfjaprófi. Björgvin Karl fór fyrir vikið úr öðru sæti upp í það fyrsta í 20.1. Björgvin Karl var einn af fjórum sem voru í líka á topp tíu listanum í fyrra en hinir voru Mathew Fraser (1. sæti), Patrick Vellner (2. sæti) og Noah Ohlsen (6. sæti). Björgvin varð tíundi annað árið í röð. Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520 CrossFit Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Lengsta CrossFit tímabili sögunnar lauk á dögunum og það er athyglisvert að skoða heildarverðlaunafé besta CrossFit fólks heims á nýloknu tímabili. Kórónuveiran setti mikinn svip á tímabilið og bæði frestanir og aflýsingar sáu til þess að tímabilið endaði ekki fyrr en seint í október. Heimsleikarnir voru líka með allt öðru sniði en bæði fyrri hlutinn og ofurúrslitin heppnuðust vel. Morning Chalk Up tók saman heildarverðlaunafé CrossFit fólksins á árinu. Ísland á þrjá fulltrúa meðal tíu tekjuhæstu karla og kvenna í CrossFit heiminum á árinu 2020. Björgvin Karl Guðmundsson er í tíunda sætinu hjá körlunum og Ísland á tvær af þremur tekjuhæstu CrossFit konunum á tímabilinu. Björgvin Karl Guðmundsson vann sér inn rúmlega nítján þúsund dali eða 2,7 milljónir íslenskra króna. Katrín Tanja Davíðsdóttir kom sér upp í annað sætið með frábærri frammistöðu á heimsleikunum. Katrín Tanja vann sér alls inn 136 þúsund Bandaríkjadali á tímabilinu eða 19,2 milljónir króna. Allt nema 500 dalir var verðlaunafé Katrínar Tönju á heimsleikunum því það gekk lítið hjá henni framan af tímabilinu þegar hún glímdi við erfið bakmeiðsli. Sara Sigmundsdóttir var lengi í efsta sæti þessa lista en endar í þriðja sætið með verðlaunafé upp á 119 þúsund dali eða 16,8 milljónir króna. Sara hækkaði sig um tvö sætið á listanum frá því árið áður þegar hún varð fimmta. Það gerði Sara þrátt fyrir að fá ekkert verðlaunafé frá heimsleikunum. View this post on Instagram The 2020 CrossFit Games came to a conclusion on Sunday afternoon and with it the tumultuous season that saw the COVID-19 pandemic change the landscape of the sport. It was going to be a banner year for total athlete payouts based on the increase of Sanctional events from 15 during the 2018-2019 season to 28 for this season. However only ten of the Sanctionals went off before the pandemic eventually forced organizers to cancel. Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @pcthecrazyasian ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 30, 2020 at 7:30am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að heimsmeistararnir Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey eru með talsverða yfirburði á listunum. Tia-Clair Toomey vann sér inn 415 þúsund Bandaríkjadali á árinu 2020 eða meira en 58 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Toomey var tekjuhærri en tekjuhæsti karlinn en Mathew Fraser vann sér inn rúmlega 354 þúsund dali eða meira en 50 milljónir íslenskra króna. Björgvin Karl rétt slapp inn á topp tíu listann en hann fékk aðeins 20 dollurum meira en Jonne Koski sem endaði í ellefta sætinu. Björgvin komst upp í tíunda sætið af því að hann fékk verðlaunaféð fyrir að vinna fyrsta hlutann á The Open eftir að Lefteris Theofanidis féll á lyfjaprófi. Björgvin Karl fór fyrir vikið úr öðru sæti upp í það fyrsta í 20.1. Björgvin Karl var einn af fjórum sem voru í líka á topp tíu listanum í fyrra en hinir voru Mathew Fraser (1. sæti), Patrick Vellner (2. sæti) og Noah Ohlsen (6. sæti). Björgvin varð tíundi annað árið í röð. Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520
Topp tíu listinn hjá konunum: 1. Tia-Clair Toomey – $415,080 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $136,020 3. Sara Sigmundsdóttir – $119,020 4. Kari Pearce – $110,020 5. Haley Adams – $71,962 6. Karin Freyova – $55,500 7. Brooke Wells – $52,000 8. Amanda Barnhart – $46,020 9. Sam Briggs – $44,520 10. Kristin Holte – $40,020 Topp tíu listinn hjá körlunum: 1. Mathew Fraser – $354,542 2. Patrick Vellner – $128,060 3. Samuel Kwant – $128,000 4. Justin Medeiros – $101,000 5. Brent Fikowski – $79,500 6. Noah Ohlsen – $87,020 7. Jeffrey Adler – $63,020 8. Roman Khrennikov – $55,500 9. Chandler Smith – $46,500 10. Björgvin Karl Guðmundsson – $39,520
CrossFit Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira