Innlent

Bein útsending: Uppbygging íbúða og Græna planið

Sylvía Hall skrifar
Á fundinum verður farið yfir uppbyggingu í Reykjavík og næstu skref.
Á fundinum verður farið yfir uppbyggingu í Reykjavík og næstu skref. Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg mun kynna nýjustu fréttir af uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á kynningarfundi klukkan 9 í dag. Farið verður yfir þær framkvæmdir sem eru í gangi og hvað er framundan. Hægt er að fylgjast með fundinum hér á Vísi. 

Þá verður Græna planið einnig kynnt og sagt frá hvernig borgin mun sækja fram með „kraftmikilli fjárfestingu með umhverfislega, fjárhagslega og félagslega sjálfbærni að leiðarljósi“ líkt og segir í viðburðarlýsingu á vef Reykjavíkurborgar. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Uppbygging íbúða í borginni og Græna planið 

  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • Staða og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík

  Þröstur Sigurðsson frá Arcur
 • Ártúnshöfði og Elliðaárvogur: Nýr og grænn borgarhluti í mótun

  Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Arkís
 • Meiri borg, kröftugur og sjálfbær vöxtur til langrar framtíðar

  Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags

Kynnir verður Björg Magnúsdóttir. 

Hér að neðan má fylgjast með fundinum:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.