Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef spítalans. Alls hafa því þrettán manns látist hér á landi vegna sjúkdómsins.
Í tilkynningu spítalans er aðstandendum hins látna vottuð samúð. Á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11 kom fram að hinn látni hefði verið á níræðisaldri.
Er þetta annan daginn í röð sem andlát verður á spítalanum vegna Covid-19. Í gær var tilkynnt um andlát einstaklings á níræðisaldri sem hafði verið sjúklingur á Landakoti. Umfangsmikil hópsýking kom þar upp fyrir viku.
Fréttin hefur verið uppfærð.