Sport

Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ben Bergeron hafa unnið lengi saman.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ben Bergeron hafa unnið lengi saman. Instagram/@benbergeron

Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum.

Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron.

Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum.

Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum.

Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum.

Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum.

Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas.

Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika.

Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur.

Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×