Innlent

62 innan­­­­lands­­­­smit og minni­hluti í sótt­kví

Atli Ísleifsson skrifar
29 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 33 ekki.
29 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 33 ekki. Vísir/Vilhelm

62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 29 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 33 ekki. Er hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu umtalsvert lægra en verið hefur síðustu daga. Hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan 7. október.

Af 62 smituðum greindust 19 skipverjar á Vestfjörðum smitaðir. Þeir teljast vera utan sóttkvíar í tölunum.

Fram kemur í uppfærðum tölum á Covid.is að alls séu 25 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Í gær voru 27 á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu.

Átta smit greindust á landamærum og er niðurstaða mótefnamælingar beðið í tilvikum þriggja. Alls greindust fimm með virk smit við seinni landamæraskimun.

1.252 manns eru nú í einangrun, samanborið við 1.234 í gær. Þá eru 2.375 í sóttkví í dag, samanborið við 2.878 í gær.

Þriðja bylgjan.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 277,6 en var 287,7 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 20,5, en var 15,8 í gær.

Nú hafa 4.193 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Ellefu þeirra sem hafa veikst af Covid-19 eru látnir.

Alls voru tekin 1.078 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 473 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru 617 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun og þá voru 384 sýni tekið í annarri skimun hjá ÍE.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×