Körfubolti

Jón Axel frábær í stóru tapi hjá Skyliners

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Axel í æfingaleik með Skyliners.
Jón Axel í æfingaleik með Skyliners. Getty Images

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson fer vel af stað með liði sínu Fraport Skyliners þó svo að liðið hafi tapað hans fyrsta er það mætti Göttingen heim í þýska bikarnum í dag. Lokatölur leiksins 79-64 Göttingen í vil en færa má rök fyrir því að Jón Axel hafi verið besti maður vallarins.

Jón Axel – sem er uppalinn í Grindavík – hefur leiki með Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hann er nú kominn til Þýskalands og mun leika þar í vetur nema möguleikar um að komast í NBA-deildina í Bandaríkjunum verði að veruleika.

Jón Axel átti eins og áður sagði frábæran leik í dag. Hann skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann lék í dag.

Leikur dagsins var hluti af þýsku bikarkeppninni en deildarkeppnin þar í landi fer af stað í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×