Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson fer vel af stað með liði sínu Fraport Skyliners þó svo að liðið hafi tapað hans fyrsta er það mætti Göttingen heim í þýska bikarnum í dag. Lokatölur leiksins 79-64 Göttingen í vil en færa má rök fyrir því að Jón Axel hafi verið besti maður vallarins.
Jón Axel – sem er uppalinn í Grindavík – hefur leiki með Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hann er nú kominn til Þýskalands og mun leika þar í vetur nema möguleikar um að komast í NBA-deildina í Bandaríkjunum verði að veruleika.
Jón Axel átti eins og áður sagði frábæran leik í dag. Hann skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann lék í dag.
Wir waren nicht bereit - das geht so nicht! Konstantin Konga
— FRAPORT SKYLINERS (@skyliners1999) October 18, 2020
_
Keine Rebounds, keine Energie, kein Sieg - so wollten wir nicht in den MagentaSport BBL Pokal starten.
Jon Axel Gudmundsson mit 20 PTS (4/7 3P) und 5 Rebounds Topscorer pic.twitter.com/wYMD7Tz3YF
Leikur dagsins var hluti af þýsku bikarkeppninni en deildarkeppnin þar í landi fer af stað í nóvember.