Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli Halla Þorvaldsdóttir skrifar 16. október 2020 13:10 Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun