Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 28. október 2025 08:03 Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun