Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli Halla Þorvaldsdóttir skrifar 16. október 2020 13:10 Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun